„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2018 06:29 Donald Trump var hinn sælasti í ræðustól þingsins í gærkvöldi. Vísir/Getty Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30