Stóra pásan og sjokkið mikla Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Eftir um það bil áratug af töluverðri bræði þar sem Íslendingar hafa meira og minna verið að henda tómötum í hver annan og æpa fyrir utan heimili fólks er eins og þjóðfélagið sé núna komið í pásu. Ég skynja þetta sterkt. Það er einhvern veginn enginn að gera neinn brjálaðan eins og er. Reiða fólkið er afslappaðra. Flokkurinn þeirra er kominn í ríkisstjórn með vonda fólkinu. Allir sáttir, en ringlaðir. Sigmundur Davíð er horfinn. Ólafur Ragnar er að bjarga norðurskautinu. Eitthvert markaðsmisnotkunarmál frá Hruninu er fyrir dómstólum. Flestum er sama. Fólk er búið að setja sér markmið fyrir árið og ætlar almennt að standa sig, vera kurteist og haga sér vel eftir #metoo. Ég held að allir séu að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér nema Brynjar Níelsson. Honum tekst alltaf á undraverðan hátt að vera versta útgáfan af sjálfum sér á Facebook, sem er óneitanlega mjög fyndið.Langþreytt þjóð Er pólitík dáin, erum við hætt að rífast eða er þetta bara janúardoði? Er það bara myrkrið og kuldinn sem hefur svona áhrif? Hver nennir að æsa sig inni á milli lægða? Kannski. Mig grunar þó að þetta sé dýpra. Ég held að þessi þjóð sé langþreytt. Ég finn það a.m.k. á sjálfum mér og fólkinu í kringum mig. Deilur hafa verið miklar. Panamaskjöl, ný stjórnarskrá, aðild að ESB, kvótakerfið, virkjanir. Ágreiningsmálin hafa tekið toll. Mörg hver eru þetta afskaplega mikilvæg mál og það verður einhvern tímann að leysa þau. En núna er eins og fáir nenni að spá í þessa hluti. Kata Jak reddar þessu. Eða kannski reddar gervigreind þessu eftir nokkur ár. Það væri smart. Á eftir sjálfkeyrandi bílum kemur sjálfkeyrandi þjóðfélag.Hvað er fram undan? Er eitthvað krassandi fram undan? Mér sýnist ekki. Fjórir menn í bláum blazerjökkum og ein kona (gæti verið áhugaverð hljómsveitarmynd) ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Sveitarstjórnarkosningarnar stefna í að verða álíka spennandi og dropi sem fellur úr sturtuhaus. Fer hann upp eða niður? Við fylgjumst með því. Einhverjir eru að reyna að æsa sig yfir Viðari Guðjohnsen, en ég held að það sé sjálfdauður æsingur. Við höfum séð þetta allt. Hann trompar aldrei Trump. Líklegra er, finnst mér, að í hönd fari ágætis vor þar sem Íslendingar muni leita inn á við og rækta garðinn sinn. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn að éta þá bjartsýnu og óraunhæfu spá ofan í mig hvenær sem er. Það breytir þó ekki því, að eini fyrirsjáanlegi æsingurinn sem er á sjóndeildarhringnum í náinni framtíð er yfir sjónvarpstækjum í júní þegar við málum okkur í framan í fánalitunum og dettum í víkingaklappið án þess að fá bjánahroll.Boðar ekki gott Auðvitað boðar þetta tíðindaleysi ekki gott. Svona ró og næði boðar aldrei gott. Eitthvað hræðilegt mun gerast. Ég veðja á að við munum öll kafna í jarðvegsgerlum. Einhverja nóttina munu þeir koma úr Heiðmörk í gegnum vatnslagnirnar inn í húsin og kála okkur öllum. Og það verður allt Degi að kenna. Þá getum við byrjað aftur að rífast, sem uppvakningar, allt þar til pólski maðurinn sem sagðist vera Bono en var ekki Bono kemur til Íslands á ný með gítar og gerist leiðtogi okkar. PS. Þessi pistill er saminn í sjokki yfir nýjum upplýsingum sem fram komu í vikunni og kipptu grundvellinum undan allri löngun minni til vitrænna skrifa. Til hvers? Davíð Oddsson hefur upplýst að hann þekki ekki neinn sem les Fréttablaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Eftir um það bil áratug af töluverðri bræði þar sem Íslendingar hafa meira og minna verið að henda tómötum í hver annan og æpa fyrir utan heimili fólks er eins og þjóðfélagið sé núna komið í pásu. Ég skynja þetta sterkt. Það er einhvern veginn enginn að gera neinn brjálaðan eins og er. Reiða fólkið er afslappaðra. Flokkurinn þeirra er kominn í ríkisstjórn með vonda fólkinu. Allir sáttir, en ringlaðir. Sigmundur Davíð er horfinn. Ólafur Ragnar er að bjarga norðurskautinu. Eitthvert markaðsmisnotkunarmál frá Hruninu er fyrir dómstólum. Flestum er sama. Fólk er búið að setja sér markmið fyrir árið og ætlar almennt að standa sig, vera kurteist og haga sér vel eftir #metoo. Ég held að allir séu að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér nema Brynjar Níelsson. Honum tekst alltaf á undraverðan hátt að vera versta útgáfan af sjálfum sér á Facebook, sem er óneitanlega mjög fyndið.Langþreytt þjóð Er pólitík dáin, erum við hætt að rífast eða er þetta bara janúardoði? Er það bara myrkrið og kuldinn sem hefur svona áhrif? Hver nennir að æsa sig inni á milli lægða? Kannski. Mig grunar þó að þetta sé dýpra. Ég held að þessi þjóð sé langþreytt. Ég finn það a.m.k. á sjálfum mér og fólkinu í kringum mig. Deilur hafa verið miklar. Panamaskjöl, ný stjórnarskrá, aðild að ESB, kvótakerfið, virkjanir. Ágreiningsmálin hafa tekið toll. Mörg hver eru þetta afskaplega mikilvæg mál og það verður einhvern tímann að leysa þau. En núna er eins og fáir nenni að spá í þessa hluti. Kata Jak reddar þessu. Eða kannski reddar gervigreind þessu eftir nokkur ár. Það væri smart. Á eftir sjálfkeyrandi bílum kemur sjálfkeyrandi þjóðfélag.Hvað er fram undan? Er eitthvað krassandi fram undan? Mér sýnist ekki. Fjórir menn í bláum blazerjökkum og ein kona (gæti verið áhugaverð hljómsveitarmynd) ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Sveitarstjórnarkosningarnar stefna í að verða álíka spennandi og dropi sem fellur úr sturtuhaus. Fer hann upp eða niður? Við fylgjumst með því. Einhverjir eru að reyna að æsa sig yfir Viðari Guðjohnsen, en ég held að það sé sjálfdauður æsingur. Við höfum séð þetta allt. Hann trompar aldrei Trump. Líklegra er, finnst mér, að í hönd fari ágætis vor þar sem Íslendingar muni leita inn á við og rækta garðinn sinn. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn að éta þá bjartsýnu og óraunhæfu spá ofan í mig hvenær sem er. Það breytir þó ekki því, að eini fyrirsjáanlegi æsingurinn sem er á sjóndeildarhringnum í náinni framtíð er yfir sjónvarpstækjum í júní þegar við málum okkur í framan í fánalitunum og dettum í víkingaklappið án þess að fá bjánahroll.Boðar ekki gott Auðvitað boðar þetta tíðindaleysi ekki gott. Svona ró og næði boðar aldrei gott. Eitthvað hræðilegt mun gerast. Ég veðja á að við munum öll kafna í jarðvegsgerlum. Einhverja nóttina munu þeir koma úr Heiðmörk í gegnum vatnslagnirnar inn í húsin og kála okkur öllum. Og það verður allt Degi að kenna. Þá getum við byrjað aftur að rífast, sem uppvakningar, allt þar til pólski maðurinn sem sagðist vera Bono en var ekki Bono kemur til Íslands á ný með gítar og gerist leiðtogi okkar. PS. Þessi pistill er saminn í sjokki yfir nýjum upplýsingum sem fram komu í vikunni og kipptu grundvellinum undan allri löngun minni til vitrænna skrifa. Til hvers? Davíð Oddsson hefur upplýst að hann þekki ekki neinn sem les Fréttablaðið.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun