Þakklát fyrir að vera laus úr verkjahelvíti Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 „Maðurinn minn þurfti að hætta í vinnunni til að sjá um okkur báðar, mig og dóttur okkar, því ég var hætt að geta séð um hana.“ vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna að nýju í vetur eftir fæðingarorlof, sem hún varði í Kaupmannahöfn með sambýlismanni sínum, og fór í óvænt veikindaleyfi í kjölfarið. „Ég er loksins búin að leggja hækjunum og komin með glænýja mjöðm, koma dóttur minni inn á leikskóla og rétt farin af stað aftur í vinnunni – þegar ég vakna við þann veruleika að það eru að koma kosningar. Ég meika varla að hugsa til þess,“ segir Kristín Soffía hlæjandi þegar blaðamaður hittir hana á kaffihúsi í borginni. Kristín er tiltölulega nýstigin upp úr erfiðum veikindum og lenti í alvarlegum læknamistökum í Danmörku. „Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég get að minnsta kosti sagt þér það að það er fáránleg upplifun að vera borin út úr flugvél og skutlað inn í sjúkrabíl,“ segir Kristín hlæjandi, „hámark athyglissýkinnar – en ég hef aldrei verið jafn fljót í gegnum tollinn. Ég var búin að glíma við slæma mjöðm síðan 2010 og átti mjög erfitt með gang, þannig að ég hjólaði bara allt. Ég gat það. Við Gísli Marteinn tókum þetta dálítið saman á seinasta kjörtímabili, hjálmlaus á hjólunum að berjast fyrir betri borg. Svo þegar ég eignaðist dóttur mína uppgötvaði ég að það var kannski ekki raunhæft að skutla nýburanum aftan á hjólið, heldur þurfti ég að ganga með barnavagninn. Það var það sem fór að endingu með mjöðmina á mér.“Tilraunastarfsemin gekk ekki Kristín Soffía hafði í mörg ár gengið á milli lækna og reynt að útskýra að ekki væri allt með felldu, en vegna þess að mjöðmin leit vel út á röntgenmyndum var henni sagt að slaka á. „Ég var búin að taka út glúten og fara í jóga, taka djúsföstur svo dögum skipti og var í massífum leiðangri að lækna sjálfa mig. Skemmst er frá því að segja að það gekk ekki neitt.“ Í nóvember 2016 var Kristín Soffía hætt að geta svo mikið sem farið út í búð, rétt skriðin yfir þrítugt. „Ég reyndi nú bara að díla við þetta, ganga sem minnst. Ég ætlaði að snúa aftur til Íslands og til vinnu þarna um vorið, í apríl 2017, en þá var ég orðin alveg frá af verkjum. Maðurinn minn þurfti að hætta í vinnunni til að sjá um okkur báðar, mig og dóttur okkar, því ég var hætt að geta séð um hana. Þá er mér tilkynnt til allrar hamingju að ég sé á leið í mjaðmaskipti í Danmörku. Ég fer þarna eftir einhverja bið í sýnatöku sem klúðrast gjörsamlega, því þeir klipptu óvart út bút úr slagæð, án þess að ég vissi af því. Nokkrum tímum seinna var ég komin upp í flugvél, á leið til Íslands, og er komin með massífar innvortis blæðingar. Það blæddi inn á liðinn og inn á lærið og út um allt, en í rauninni, eins mikill viðbjóður og þetta var, var þetta lán í óláni. Eftir þetta er mér nefnilega kippt inn á Landspítala, ég lögð þar inn, er sett í sterka verkjastillandi meðferð næstu vikur og er svo komin í akút mjaðmaskipti um miðjan ágúst. Svo þegar læknirinn opnar á mér mjöðmina detta út eins og tveir legó-bitar af beinum. Þeir vita ekkert hvað þetta var. Læknirinn minn hafði skipt um 8.000 mjaðmir og aldrei séð svona,“ segir Kristín Soffía, sem má heita heppin með hvernig fór.Í svitabaði í fráhvörfum „Tíminn frá því að æðin var rofin og fram að aðgerð var sá versti. Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka og þó hef ég fætt barn – verkjateymi Landspítalans tók við mér og hélt mér gangandi þessar vikur.“ Á þessu tímabili tók Kristín 28 töflur á dag og var ekki með sjálfri sér. „Þetta voru átta mismunandi lyf, þar af sex verkjalyf. Ég var alveg pínu þvoglumælt og hlæjandi, sem kom mér í gegn um þetta,“ segir Kristín hlæjandi. „En strax eftir aðgerðina, þá leið mér eins og hefði verið skorin úr mér hrein illska og ég hætti strax á lyfjunum, en ég var í tvær vikur í fráhvörfum. Ég þurfti að sofa á handklæði í tvær vikur, var í svitabaði. Sem betur fer var ég nú bara á þessum lyfjakúr í nokkra mánuði og sterkasta meðferðin stóð í rúman mánuð, en þetta er ekkert grín. Ég lít á mig sem heppna, að vera með lágan fíknistuðul. Ég gat hætt sjálf, á þennan hátt og með frábærum stuðningi frá fjölskyldunni og það var gott að losna við þetta, fá hausinn á sér aftur. En ég verð að segja að það er dáldið sérstakt hvað ég átti auðveldara með að einbeita mér á þessum lyfjakokteil – ég las meira og betur. Það örlar svona á athyglisbresti alla jafna – þetta hægði aðeins á mér,“ segir hún létt í bragði. Kristín lýsir því að það hafi verið erfitt að vera rúmföst, sérstaklega fyrir manneskju sem er alla jafna mjög virk, er nýorðin móðir og hefur gaman af vinnunni. „Mér leið stundum eins og þetta myndi ekki klárast nema ég léti bara algjörlega undan. Ég held að að mörgu leyti hafi ég haft gott af því að læra smá auðmýkt, sem maður lærir klárlega þegar maður er ungur og missir heilsuna. Þetta var lexía sem ég þurfti að fá og ganga í gegn um – það var ekki fyrr en ég var alveg búin á því, rúmliggjandi og næstum farin að hata líf mitt sem ég gat gefið mig algjörlega gagnvart þessu og þá fór einhvern veginn allt að ganga miklu betur. Það líður varla sá dagur að ég sé ekki þakklát fyrir að hafa fengið að læknast, að það hafi verið hægt að losa mig úr þessu verkjahelvíti og ég dáist að fólki sem þarf ofan á allt í lífinu að burðast með byrði verkja og langvinnra sjúkdóma.“Kristín Soffía hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hún ætli að halda áfram í pólítík. Fréttablaðið/StefánHverfið bjargaði lífi mínu Við tók sjúkraþjálfun og endurhæfing hjá Kristínu, eftir spítalavistina. „Ég var að fara heim af spítalanum og þá kemur sjúkraþjálfarinn og segir við mig að það sé mjög mikilvægt að fara í stuttan göngutúr á hverjum degi, ég geti farið út og labbað í kringum húsið mitt. En ég er svo heppin að búa í Laugardalnum, í dásamlegu hverfi sem gerði svo fáránlega mikið fyrir mig í þessum veikindum, að ég get ekki sagt þér það. Ég veit að ég er algjört nörd í málefnum borga og ég hélt ég myndi einhvern veginn aldrei segja það, en hverfið bjargaði lífi mínu. Ég gat, þrátt fyrir að geta varla klætt mig eða hreyft mig, lifað nokkuð góðu lífi. Ég gat labbað út í kaffibolla á Kaffi Laugalæk, út í Frú Laugu eða bara út í ísbúð á náttfötunum með hækjurnar, því það er mjög erfitt að fara í buxur og sokka þegar maður er nýkominn úr mjaðmaskiptum,“ segir Kristín sem var á sandölum og náttfötum að skottast um hverfið. „Þetta eru svo mikil lífsgæði. Um þetta snýst aðalskipulagið – þó það sé fáránlegt að tengja aðalskipulagið einhvern veginn við mjaðmaaðgerð. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þétta byggð og byggja upp öfluga nærþjónustu. Ekki bara þegar maður er hress og góður á því heldur líka þegar maður er veikur og lasinn og gamall.“Keypti sér ekki Skoda Annar fylgifiskur veikindanna var sá að allt sparifé gufaði upp. „Við áttum smá sparifé, sem fór allt í þetta líf sem tók við þegar ég var að jafna mig. Ég, sem hef talað manna hæst fyrir því að fólk lifi bíllausum lífsstíl, ætlaði nefnilega að kaupa mér bíl fyrir spariféð. Ég man þegar ég var að byrja í borgarstjórn og var að tala fyrir því að sem fæstir keyptu sér bíl var alltaf sagt við mig, bíddu bara, það er ekki hægt að vera bíllaus með börn, bíddu bara, eitt er að vera hraustur og annað veikur. Og ég var alveg tilbúin að éta þetta ofan í mig og ætlaði að kaupa mér Skoda station; en svo vorum við bara búin að eyða þessum pening og vildum ekki taka lán, svo við erum enn bíllaus og þá uppgötvaði ég líka að þetta er hægt. Við fáum oft lánaðan bíl hjá foreldrum okkar og tökum auðvitað alveg leigubíla, eins og um daginn, þegar var brjálað veður, þá var ég með dóttur mína í leigubíl á leið til dagmömmu – og er með númer bílstjórans í símanum, því hann er sá eini sem ég þekki sem er með barnastól í bílnum,“ segir Kristín og hlær. Hún segist þó vel skilja að ekki geti allir lifað af án bíls. „Stór hluti borgarbúa getur ekki sinnt sínu daglega lífi á sama hátt án bíls og auðvitað er lífið aðeins öðruvísi þegar þú ert bíllaus – en það eru kostir og gallar. Maður eyðir minni peningum. Ég skýst ekkert í IKEA á sunnudegi því mig vantar svo skyndilega eitthvert náttborð – en þetta er líka ákveðið frelsi, að komast ekki á föstudegi að kaupa sér besta tónikið í Costco, en gera bara eitthvað annað. Maður er laus við fullt af tilgangslausum ferðum sem maður er alltaf að gera sér upp. En ég geri mér líka alveg grein fyrir því að til þess að lifa bíllausum lífsstíl með börn þá verðurðu að búa á ákveðnum stöðum í borginni og miða allt lífið við það. En tilgangurinn með aðalskipulaginu og til dæmis Borgarlínu er að búa til fleiri íbúðir sem eru þannig. Staðsettar þannig að þetta sé valmöguleiki.“Fleiri akreinar er ekki svarið Umræðan um samgöngur í borginni, og raunar um landið allt, hefur verið áberandi undanfarið. Kvartað hefur verið undan umferð í borginni. Ástandi vega. Mörgum finnst hugmyndin um Borgarlínu hreinlega slæm. Menn hafa bent á kostnað við að byggja upp slíkar almenningssamgöngur, sem hleypur á tugum milljarða, aðrir vilja meina að tækniframfarir muni gera það að verkum að Borgarlínan verði úrelt á nokkrum árum. Enn aðrir segja að Ísland sé ekki nægilega stórt samfélag til að halda slíku mannvirki uppi. Kristín er ósammála því. „Við gætum farið þá leið að gera eins og Los Angeles, segja bara: Við byggjum aðra akrein. LA ákvað að fara þá leið, Houston líka. Svo núna, áratugum seinna, eru þessar nýju akreinar jafn fullar, öll nýju gatnamótin jafn töppuð og meira að segja hörðustu bílaborgir hafa vaknað upp við þann vonda draum að þú byggir þig ekki frá bílavanda. Í LA er sagt að ný akrein fyllist að meðaltali á fimm ára fresti. Aðrir hafa sagt að tækniframfarir muni verða til þess að enginn komi til með að nota Borgarlínu, að sjálfkeyrandi bílar taki yfir. Það er rugl. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei keppa við massaflutninga. Dóttir mín verður ekkert rúllandi um á sjálfkeyrandi smábíl að drífa sig á sundæfingu. Það er dýrt að eiga bíl, m.a.s. gamlan beinskiptan bíl, hvernig verður það samfélagslega hagkvæmt að allir séu á sjálfkeyrandi bílum? Þetta verður alveg viðbót, jafnvel stærsta viðbótin við almenningssamgöngur. Við sjáum bara konsept eins og „drive now“ eða „zip car“, sem finna má víða um heim, svokallaða deilibíla. Þetta eru bílar að keppa við einkabílinn og leigubíla en það er enginn á hverjum einasta degi að taka zip car til og frá vinnu. Þú tekur Borgarlínuna í vinnuna og til baka og deilibílinn, sem gæti verið sjálfkeyrandi, þegar þú þarft að fara í IKEA. En að halda það að París sé að fara að slátra lestakerfinu sínu, það verði óþarft, eða London eða Kaupmannahöfn, út af sjálfkeyrandi bílum – það er enginn að segja það neins staðar í heiminum.“Trúin á einkabíl er blinda En fulltrúar minnihlutans hafa bent á að það þurfi að greiða úr þessum samgöngumálum miklu fyrr og margir taka undir. Borgarlínan verður ekki klár strax á næsta ári. Hvað á að gera fram að því? „Að mínu mati eru margir fulltrúar minnihlutans búnir að mála sig út í horn með því að setja sig upp á móti framtíðinni. Skipulagsmál eru ekki hægri eða vinstri pólitík. Boris Johnson, sem var mjög öflugur borgarstjóri í London, þrengdi að einkabílnum og efldi almenningssamgöngur. Hann er harðlínu-hægrimaður. Hann er á jaðri þess að vera Trump. Við erum alltaf að glíma við vandamál, ekki bara Reykjavík heldur allar borgir; en að ætla að leysa það með dreifingu byggðar og mislægum gatnamótum, það er engin borg að fara í þá átt,“ útskýrir Kristín og segir trúna á einkabílinn vera blindu. „Sumt skutl með börn er ekki einu sinni skutl vegna of mikilla vegalengda, heldur skutl því foreldrar eru hræddir um börnin sín innan um aðra bíla. Þetta leysum við ekki með því að hvert barn verði eitt í sjálfkeyrandi bíl.“Rekstur OR var algjört kjaftæði Kristín lýsir því að borgin sé að ganga í gegn um breytingar. Hún kannast við að umræðan gagnvart meirihlutanum í borginni hafi verið neikvæð á köflum. Stór mál hafa komið upp undanfarið sem vakið hafa talsverða athygli og meirihlutinn verið talsvert gagnrýndur fyrir hvernig staðið hefur verið að rekstri borgarinnar. „Það er enn fullt af skít sem verið er að sópa upp, en það er mikið til arfleifð fyrri tíma. Ef við tölum um málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR), svo dæmi sé tekið, þá reynir maður að setja sig inn í þetta, en OR fyrir hrun er mesta kjaftæði sem ég veit um. Ég veit hreinlega ekki hvaða sýra var þar á ferð. OR er fyrirtæki sem á að reka auðlind í eigu borgarinnar, en fylgdi stefnu skyndigróða og áhættu á árunum fyrir hrun. Slíkt á ekki heima í opinberum rekstri og á ekki að líðast. Ef við tökum annað fyrirtæki, sem rekur hafnirnar fyrir borgina og heitir Faxaflóahafnir, þá sér maður bara hvað kúltúr skiptir miklu máli. Faxaflóahafnir sigldu í gegnum þetta hrun, án teljandi vandkvæða því þær fóru aldrei í þetta rugl. En margt af því sem upp hefur komið undanfarið eru hlutir sem er erfitt að díla við. Orkuveituhúsið myglar, það kviknar í Hellisheiðarvirkjun og hláka verður til þess að einhverjir gerlar fara í vatnsbólin. Síðan bilar dælustöð og það fer skólp í sjóinn, og sá sem á að sitja uppi með ábyrgðina er Dagur eins og hann hafi sjálfur skrúfað frá dælunni og kveikt í virkjuninni,“ segir Kristín og hlær. „En meirihlutinn er langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni og meirihlutinn ætti ekkert erindi ef hann teldi ekki hægt að gera borgina betri.“Sitjum á besta byggingarlandinu Hvað með húsnæðismálin? Hvernig hefur meirihlutinn staðið sig í þeim efnum? „Fjórðungur allra íbúða á sölu eru nýbyggingar á þéttingarreitum og þessi viðbót við markaðinn er að taka þátt í að kæla hann. Það er að komast á jafnvægi og það endurspeglast í verðinu sem er hætt að hækka. Auk þess úthlutaði borgin lóðum undir 1.711 íbúðir á seinasta ári sem er nákvæmlega eitt Seltjarnarnes – þar af 1.428 til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða,“ segir Kristín. „Gagnrýnin snýr líka að lóðaskorti – það er að einhverju leyti rétt, borgin á ekki mikið skipulagt land og við höfum ekki viljað þenja byggðina til austurs. En í þessu samhengi verð ég bara að tala um flugvöllinn. Ég veit að fólk fær grænar bólur þegar maður talar um flugvöllinn, en mín tilfinning er sú að fleiri og fleiri fatti það að við sitjum á besta byggingarlandi borgarinnar og við notum það undir innanlandsflugvöll. Ég vil hafa innanlandsflugið í Hvassahrauni. Og ég vil fá plássið undir tugþúsunda manna byggð, milli tveggja háskóla og með spítala við endann. Þetta er rennislétt og verður besta hjólahverfi allra tíma. Þetta er borðleggjandi. Það verða fleiri að vakna við það að borgin hefur ekki efni á því að byggja ekki þarna,“ segir Kristín og heldur áfram: „Auðvitað þarf að leysa þetta sjúkraflugsmál, sem hefur verið aðalröksemdin gegn því að flugvöllurinn fari, en við finnum út úr því. Við vitum að það munar mörg þúsund eknum kílómetrum daglega hvort þessi byggð verður þarna, eða hvort hún verður austast í borginni við Úlfarsfell þar sem minnihlutinn hefur verið að leggja til að við byggjum. Með því að byggja í Vatnsmýri spörum við í umferðarslysum, í loftslags- og svifryksmengun og svo mætti lengi telja. Það er ekki bara eitthvert gæluverkefni að byggja í Vatnsmýri. Það er bara nauðsynlegt.“Besti flokkurinn átti að breyta Kristín spyr sig hvort kominn sé tími á að endurhugsa hvernig pólitíkin í borginni er stunduð. „Ég byrjaði á sama tíma og Besti flokkurinn kom inn með Jóni Gnarr í borgarstjórn. Þetta var fáránlega skemmtilegur tími og ég upplifði að flestir væru að vanda sig – jafnt í meirihluta sem minnihluta. Það var ríkur vilji til samstarfs og aðalskipulagið var til að mynda unnið þverpólitískt allan tímann – það var ekki fyrr en í bláendann að þessu var snúið upp í pólitískt mál og gert tortryggilegt. Ég veit ekki hvaðan krafan um þessa miklu pólaríseringu kemur því að mínu mati á hún ekki heima í borgarmálum. Það er orðið absúrd að minnihlutinn telji sig knúinn til að vera á móti bættum almenningssamgöngum – að mínu mati er það eingöngu af því að það er okkar stefna og að þau fóta sig ekki í umræðunni öðruvísi en í 100% andstöðu. Við í meirihlutanum getum líka tekið okkar ábyrgð. Ég held að við öll sem erum í pólitík ættum að spyrja okkur hvort umræðuhefðin sé í þágu borgarbúa.“Óvíst með framhaldið Talandi um framtíðina í borgarpólitíkinni – verður þú þar áfram? „Ég er að gera upp hug minn þessa dagana. Seinasta sumar tilkynnti ég mínum nánustu samstarfsmönnum að ég myndi ekki gefa kost á mér áfram. Mér leið nokkuð vel með þá ákvörðun, veikindin spiluðu líklega þar inn í, ég hreinlega gat ekki ímyndað mér að fara í þessi átök. Svo gerðist það að #metoo-byltingin hreyfði við mér. Ég sá þetta í því ljósi að nú væri ég ein af þessum ungu konum sem eignast barn og hætta – og mér finnst pínu glatað að vera hluti af tölfræði sem ég vil breyta. Konur endast skemur í pólitík. En staðreyndin er sú að fram undan í Samfylkingunni er prófkjör og til að halda áfram þarf ég að fara í slag við harðduglega samherja mína og það er pínu snúið að gera það svona nýkomin til baka.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna að nýju í vetur eftir fæðingarorlof, sem hún varði í Kaupmannahöfn með sambýlismanni sínum, og fór í óvænt veikindaleyfi í kjölfarið. „Ég er loksins búin að leggja hækjunum og komin með glænýja mjöðm, koma dóttur minni inn á leikskóla og rétt farin af stað aftur í vinnunni – þegar ég vakna við þann veruleika að það eru að koma kosningar. Ég meika varla að hugsa til þess,“ segir Kristín Soffía hlæjandi þegar blaðamaður hittir hana á kaffihúsi í borginni. Kristín er tiltölulega nýstigin upp úr erfiðum veikindum og lenti í alvarlegum læknamistökum í Danmörku. „Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég get að minnsta kosti sagt þér það að það er fáránleg upplifun að vera borin út úr flugvél og skutlað inn í sjúkrabíl,“ segir Kristín hlæjandi, „hámark athyglissýkinnar – en ég hef aldrei verið jafn fljót í gegnum tollinn. Ég var búin að glíma við slæma mjöðm síðan 2010 og átti mjög erfitt með gang, þannig að ég hjólaði bara allt. Ég gat það. Við Gísli Marteinn tókum þetta dálítið saman á seinasta kjörtímabili, hjálmlaus á hjólunum að berjast fyrir betri borg. Svo þegar ég eignaðist dóttur mína uppgötvaði ég að það var kannski ekki raunhæft að skutla nýburanum aftan á hjólið, heldur þurfti ég að ganga með barnavagninn. Það var það sem fór að endingu með mjöðmina á mér.“Tilraunastarfsemin gekk ekki Kristín Soffía hafði í mörg ár gengið á milli lækna og reynt að útskýra að ekki væri allt með felldu, en vegna þess að mjöðmin leit vel út á röntgenmyndum var henni sagt að slaka á. „Ég var búin að taka út glúten og fara í jóga, taka djúsföstur svo dögum skipti og var í massífum leiðangri að lækna sjálfa mig. Skemmst er frá því að segja að það gekk ekki neitt.“ Í nóvember 2016 var Kristín Soffía hætt að geta svo mikið sem farið út í búð, rétt skriðin yfir þrítugt. „Ég reyndi nú bara að díla við þetta, ganga sem minnst. Ég ætlaði að snúa aftur til Íslands og til vinnu þarna um vorið, í apríl 2017, en þá var ég orðin alveg frá af verkjum. Maðurinn minn þurfti að hætta í vinnunni til að sjá um okkur báðar, mig og dóttur okkar, því ég var hætt að geta séð um hana. Þá er mér tilkynnt til allrar hamingju að ég sé á leið í mjaðmaskipti í Danmörku. Ég fer þarna eftir einhverja bið í sýnatöku sem klúðrast gjörsamlega, því þeir klipptu óvart út bút úr slagæð, án þess að ég vissi af því. Nokkrum tímum seinna var ég komin upp í flugvél, á leið til Íslands, og er komin með massífar innvortis blæðingar. Það blæddi inn á liðinn og inn á lærið og út um allt, en í rauninni, eins mikill viðbjóður og þetta var, var þetta lán í óláni. Eftir þetta er mér nefnilega kippt inn á Landspítala, ég lögð þar inn, er sett í sterka verkjastillandi meðferð næstu vikur og er svo komin í akút mjaðmaskipti um miðjan ágúst. Svo þegar læknirinn opnar á mér mjöðmina detta út eins og tveir legó-bitar af beinum. Þeir vita ekkert hvað þetta var. Læknirinn minn hafði skipt um 8.000 mjaðmir og aldrei séð svona,“ segir Kristín Soffía, sem má heita heppin með hvernig fór.Í svitabaði í fráhvörfum „Tíminn frá því að æðin var rofin og fram að aðgerð var sá versti. Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka og þó hef ég fætt barn – verkjateymi Landspítalans tók við mér og hélt mér gangandi þessar vikur.“ Á þessu tímabili tók Kristín 28 töflur á dag og var ekki með sjálfri sér. „Þetta voru átta mismunandi lyf, þar af sex verkjalyf. Ég var alveg pínu þvoglumælt og hlæjandi, sem kom mér í gegn um þetta,“ segir Kristín hlæjandi. „En strax eftir aðgerðina, þá leið mér eins og hefði verið skorin úr mér hrein illska og ég hætti strax á lyfjunum, en ég var í tvær vikur í fráhvörfum. Ég þurfti að sofa á handklæði í tvær vikur, var í svitabaði. Sem betur fer var ég nú bara á þessum lyfjakúr í nokkra mánuði og sterkasta meðferðin stóð í rúman mánuð, en þetta er ekkert grín. Ég lít á mig sem heppna, að vera með lágan fíknistuðul. Ég gat hætt sjálf, á þennan hátt og með frábærum stuðningi frá fjölskyldunni og það var gott að losna við þetta, fá hausinn á sér aftur. En ég verð að segja að það er dáldið sérstakt hvað ég átti auðveldara með að einbeita mér á þessum lyfjakokteil – ég las meira og betur. Það örlar svona á athyglisbresti alla jafna – þetta hægði aðeins á mér,“ segir hún létt í bragði. Kristín lýsir því að það hafi verið erfitt að vera rúmföst, sérstaklega fyrir manneskju sem er alla jafna mjög virk, er nýorðin móðir og hefur gaman af vinnunni. „Mér leið stundum eins og þetta myndi ekki klárast nema ég léti bara algjörlega undan. Ég held að að mörgu leyti hafi ég haft gott af því að læra smá auðmýkt, sem maður lærir klárlega þegar maður er ungur og missir heilsuna. Þetta var lexía sem ég þurfti að fá og ganga í gegn um – það var ekki fyrr en ég var alveg búin á því, rúmliggjandi og næstum farin að hata líf mitt sem ég gat gefið mig algjörlega gagnvart þessu og þá fór einhvern veginn allt að ganga miklu betur. Það líður varla sá dagur að ég sé ekki þakklát fyrir að hafa fengið að læknast, að það hafi verið hægt að losa mig úr þessu verkjahelvíti og ég dáist að fólki sem þarf ofan á allt í lífinu að burðast með byrði verkja og langvinnra sjúkdóma.“Kristín Soffía hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hún ætli að halda áfram í pólítík. Fréttablaðið/StefánHverfið bjargaði lífi mínu Við tók sjúkraþjálfun og endurhæfing hjá Kristínu, eftir spítalavistina. „Ég var að fara heim af spítalanum og þá kemur sjúkraþjálfarinn og segir við mig að það sé mjög mikilvægt að fara í stuttan göngutúr á hverjum degi, ég geti farið út og labbað í kringum húsið mitt. En ég er svo heppin að búa í Laugardalnum, í dásamlegu hverfi sem gerði svo fáránlega mikið fyrir mig í þessum veikindum, að ég get ekki sagt þér það. Ég veit að ég er algjört nörd í málefnum borga og ég hélt ég myndi einhvern veginn aldrei segja það, en hverfið bjargaði lífi mínu. Ég gat, þrátt fyrir að geta varla klætt mig eða hreyft mig, lifað nokkuð góðu lífi. Ég gat labbað út í kaffibolla á Kaffi Laugalæk, út í Frú Laugu eða bara út í ísbúð á náttfötunum með hækjurnar, því það er mjög erfitt að fara í buxur og sokka þegar maður er nýkominn úr mjaðmaskiptum,“ segir Kristín sem var á sandölum og náttfötum að skottast um hverfið. „Þetta eru svo mikil lífsgæði. Um þetta snýst aðalskipulagið – þó það sé fáránlegt að tengja aðalskipulagið einhvern veginn við mjaðmaaðgerð. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þétta byggð og byggja upp öfluga nærþjónustu. Ekki bara þegar maður er hress og góður á því heldur líka þegar maður er veikur og lasinn og gamall.“Keypti sér ekki Skoda Annar fylgifiskur veikindanna var sá að allt sparifé gufaði upp. „Við áttum smá sparifé, sem fór allt í þetta líf sem tók við þegar ég var að jafna mig. Ég, sem hef talað manna hæst fyrir því að fólk lifi bíllausum lífsstíl, ætlaði nefnilega að kaupa mér bíl fyrir spariféð. Ég man þegar ég var að byrja í borgarstjórn og var að tala fyrir því að sem fæstir keyptu sér bíl var alltaf sagt við mig, bíddu bara, það er ekki hægt að vera bíllaus með börn, bíddu bara, eitt er að vera hraustur og annað veikur. Og ég var alveg tilbúin að éta þetta ofan í mig og ætlaði að kaupa mér Skoda station; en svo vorum við bara búin að eyða þessum pening og vildum ekki taka lán, svo við erum enn bíllaus og þá uppgötvaði ég líka að þetta er hægt. Við fáum oft lánaðan bíl hjá foreldrum okkar og tökum auðvitað alveg leigubíla, eins og um daginn, þegar var brjálað veður, þá var ég með dóttur mína í leigubíl á leið til dagmömmu – og er með númer bílstjórans í símanum, því hann er sá eini sem ég þekki sem er með barnastól í bílnum,“ segir Kristín og hlær. Hún segist þó vel skilja að ekki geti allir lifað af án bíls. „Stór hluti borgarbúa getur ekki sinnt sínu daglega lífi á sama hátt án bíls og auðvitað er lífið aðeins öðruvísi þegar þú ert bíllaus – en það eru kostir og gallar. Maður eyðir minni peningum. Ég skýst ekkert í IKEA á sunnudegi því mig vantar svo skyndilega eitthvert náttborð – en þetta er líka ákveðið frelsi, að komast ekki á föstudegi að kaupa sér besta tónikið í Costco, en gera bara eitthvað annað. Maður er laus við fullt af tilgangslausum ferðum sem maður er alltaf að gera sér upp. En ég geri mér líka alveg grein fyrir því að til þess að lifa bíllausum lífsstíl með börn þá verðurðu að búa á ákveðnum stöðum í borginni og miða allt lífið við það. En tilgangurinn með aðalskipulaginu og til dæmis Borgarlínu er að búa til fleiri íbúðir sem eru þannig. Staðsettar þannig að þetta sé valmöguleiki.“Fleiri akreinar er ekki svarið Umræðan um samgöngur í borginni, og raunar um landið allt, hefur verið áberandi undanfarið. Kvartað hefur verið undan umferð í borginni. Ástandi vega. Mörgum finnst hugmyndin um Borgarlínu hreinlega slæm. Menn hafa bent á kostnað við að byggja upp slíkar almenningssamgöngur, sem hleypur á tugum milljarða, aðrir vilja meina að tækniframfarir muni gera það að verkum að Borgarlínan verði úrelt á nokkrum árum. Enn aðrir segja að Ísland sé ekki nægilega stórt samfélag til að halda slíku mannvirki uppi. Kristín er ósammála því. „Við gætum farið þá leið að gera eins og Los Angeles, segja bara: Við byggjum aðra akrein. LA ákvað að fara þá leið, Houston líka. Svo núna, áratugum seinna, eru þessar nýju akreinar jafn fullar, öll nýju gatnamótin jafn töppuð og meira að segja hörðustu bílaborgir hafa vaknað upp við þann vonda draum að þú byggir þig ekki frá bílavanda. Í LA er sagt að ný akrein fyllist að meðaltali á fimm ára fresti. Aðrir hafa sagt að tækniframfarir muni verða til þess að enginn komi til með að nota Borgarlínu, að sjálfkeyrandi bílar taki yfir. Það er rugl. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei keppa við massaflutninga. Dóttir mín verður ekkert rúllandi um á sjálfkeyrandi smábíl að drífa sig á sundæfingu. Það er dýrt að eiga bíl, m.a.s. gamlan beinskiptan bíl, hvernig verður það samfélagslega hagkvæmt að allir séu á sjálfkeyrandi bílum? Þetta verður alveg viðbót, jafnvel stærsta viðbótin við almenningssamgöngur. Við sjáum bara konsept eins og „drive now“ eða „zip car“, sem finna má víða um heim, svokallaða deilibíla. Þetta eru bílar að keppa við einkabílinn og leigubíla en það er enginn á hverjum einasta degi að taka zip car til og frá vinnu. Þú tekur Borgarlínuna í vinnuna og til baka og deilibílinn, sem gæti verið sjálfkeyrandi, þegar þú þarft að fara í IKEA. En að halda það að París sé að fara að slátra lestakerfinu sínu, það verði óþarft, eða London eða Kaupmannahöfn, út af sjálfkeyrandi bílum – það er enginn að segja það neins staðar í heiminum.“Trúin á einkabíl er blinda En fulltrúar minnihlutans hafa bent á að það þurfi að greiða úr þessum samgöngumálum miklu fyrr og margir taka undir. Borgarlínan verður ekki klár strax á næsta ári. Hvað á að gera fram að því? „Að mínu mati eru margir fulltrúar minnihlutans búnir að mála sig út í horn með því að setja sig upp á móti framtíðinni. Skipulagsmál eru ekki hægri eða vinstri pólitík. Boris Johnson, sem var mjög öflugur borgarstjóri í London, þrengdi að einkabílnum og efldi almenningssamgöngur. Hann er harðlínu-hægrimaður. Hann er á jaðri þess að vera Trump. Við erum alltaf að glíma við vandamál, ekki bara Reykjavík heldur allar borgir; en að ætla að leysa það með dreifingu byggðar og mislægum gatnamótum, það er engin borg að fara í þá átt,“ útskýrir Kristín og segir trúna á einkabílinn vera blindu. „Sumt skutl með börn er ekki einu sinni skutl vegna of mikilla vegalengda, heldur skutl því foreldrar eru hræddir um börnin sín innan um aðra bíla. Þetta leysum við ekki með því að hvert barn verði eitt í sjálfkeyrandi bíl.“Rekstur OR var algjört kjaftæði Kristín lýsir því að borgin sé að ganga í gegn um breytingar. Hún kannast við að umræðan gagnvart meirihlutanum í borginni hafi verið neikvæð á köflum. Stór mál hafa komið upp undanfarið sem vakið hafa talsverða athygli og meirihlutinn verið talsvert gagnrýndur fyrir hvernig staðið hefur verið að rekstri borgarinnar. „Það er enn fullt af skít sem verið er að sópa upp, en það er mikið til arfleifð fyrri tíma. Ef við tölum um málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR), svo dæmi sé tekið, þá reynir maður að setja sig inn í þetta, en OR fyrir hrun er mesta kjaftæði sem ég veit um. Ég veit hreinlega ekki hvaða sýra var þar á ferð. OR er fyrirtæki sem á að reka auðlind í eigu borgarinnar, en fylgdi stefnu skyndigróða og áhættu á árunum fyrir hrun. Slíkt á ekki heima í opinberum rekstri og á ekki að líðast. Ef við tökum annað fyrirtæki, sem rekur hafnirnar fyrir borgina og heitir Faxaflóahafnir, þá sér maður bara hvað kúltúr skiptir miklu máli. Faxaflóahafnir sigldu í gegnum þetta hrun, án teljandi vandkvæða því þær fóru aldrei í þetta rugl. En margt af því sem upp hefur komið undanfarið eru hlutir sem er erfitt að díla við. Orkuveituhúsið myglar, það kviknar í Hellisheiðarvirkjun og hláka verður til þess að einhverjir gerlar fara í vatnsbólin. Síðan bilar dælustöð og það fer skólp í sjóinn, og sá sem á að sitja uppi með ábyrgðina er Dagur eins og hann hafi sjálfur skrúfað frá dælunni og kveikt í virkjuninni,“ segir Kristín og hlær. „En meirihlutinn er langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni og meirihlutinn ætti ekkert erindi ef hann teldi ekki hægt að gera borgina betri.“Sitjum á besta byggingarlandinu Hvað með húsnæðismálin? Hvernig hefur meirihlutinn staðið sig í þeim efnum? „Fjórðungur allra íbúða á sölu eru nýbyggingar á þéttingarreitum og þessi viðbót við markaðinn er að taka þátt í að kæla hann. Það er að komast á jafnvægi og það endurspeglast í verðinu sem er hætt að hækka. Auk þess úthlutaði borgin lóðum undir 1.711 íbúðir á seinasta ári sem er nákvæmlega eitt Seltjarnarnes – þar af 1.428 til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða,“ segir Kristín. „Gagnrýnin snýr líka að lóðaskorti – það er að einhverju leyti rétt, borgin á ekki mikið skipulagt land og við höfum ekki viljað þenja byggðina til austurs. En í þessu samhengi verð ég bara að tala um flugvöllinn. Ég veit að fólk fær grænar bólur þegar maður talar um flugvöllinn, en mín tilfinning er sú að fleiri og fleiri fatti það að við sitjum á besta byggingarlandi borgarinnar og við notum það undir innanlandsflugvöll. Ég vil hafa innanlandsflugið í Hvassahrauni. Og ég vil fá plássið undir tugþúsunda manna byggð, milli tveggja háskóla og með spítala við endann. Þetta er rennislétt og verður besta hjólahverfi allra tíma. Þetta er borðleggjandi. Það verða fleiri að vakna við það að borgin hefur ekki efni á því að byggja ekki þarna,“ segir Kristín og heldur áfram: „Auðvitað þarf að leysa þetta sjúkraflugsmál, sem hefur verið aðalröksemdin gegn því að flugvöllurinn fari, en við finnum út úr því. Við vitum að það munar mörg þúsund eknum kílómetrum daglega hvort þessi byggð verður þarna, eða hvort hún verður austast í borginni við Úlfarsfell þar sem minnihlutinn hefur verið að leggja til að við byggjum. Með því að byggja í Vatnsmýri spörum við í umferðarslysum, í loftslags- og svifryksmengun og svo mætti lengi telja. Það er ekki bara eitthvert gæluverkefni að byggja í Vatnsmýri. Það er bara nauðsynlegt.“Besti flokkurinn átti að breyta Kristín spyr sig hvort kominn sé tími á að endurhugsa hvernig pólitíkin í borginni er stunduð. „Ég byrjaði á sama tíma og Besti flokkurinn kom inn með Jóni Gnarr í borgarstjórn. Þetta var fáránlega skemmtilegur tími og ég upplifði að flestir væru að vanda sig – jafnt í meirihluta sem minnihluta. Það var ríkur vilji til samstarfs og aðalskipulagið var til að mynda unnið þverpólitískt allan tímann – það var ekki fyrr en í bláendann að þessu var snúið upp í pólitískt mál og gert tortryggilegt. Ég veit ekki hvaðan krafan um þessa miklu pólaríseringu kemur því að mínu mati á hún ekki heima í borgarmálum. Það er orðið absúrd að minnihlutinn telji sig knúinn til að vera á móti bættum almenningssamgöngum – að mínu mati er það eingöngu af því að það er okkar stefna og að þau fóta sig ekki í umræðunni öðruvísi en í 100% andstöðu. Við í meirihlutanum getum líka tekið okkar ábyrgð. Ég held að við öll sem erum í pólitík ættum að spyrja okkur hvort umræðuhefðin sé í þágu borgarbúa.“Óvíst með framhaldið Talandi um framtíðina í borgarpólitíkinni – verður þú þar áfram? „Ég er að gera upp hug minn þessa dagana. Seinasta sumar tilkynnti ég mínum nánustu samstarfsmönnum að ég myndi ekki gefa kost á mér áfram. Mér leið nokkuð vel með þá ákvörðun, veikindin spiluðu líklega þar inn í, ég hreinlega gat ekki ímyndað mér að fara í þessi átök. Svo gerðist það að #metoo-byltingin hreyfði við mér. Ég sá þetta í því ljósi að nú væri ég ein af þessum ungu konum sem eignast barn og hætta – og mér finnst pínu glatað að vera hluti af tölfræði sem ég vil breyta. Konur endast skemur í pólitík. En staðreyndin er sú að fram undan í Samfylkingunni er prófkjör og til að halda áfram þarf ég að fara í slag við harðduglega samherja mína og það er pínu snúið að gera það svona nýkomin til baka.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira