

Hvaða borgarstarfsmönnum mun Eyþór segja upp?
Í byrjun vikunnar boðaði hann lausn á „leikskólavandanum“ sem felst í því að segja starfsfólki borgarinnar upp. Í gær skrifaði hann að þétting byggðar væri misheppnuð og boðaði í sömu grein frekari uppbyggingu í 101 til að minnka umferðartafir! Á milli þess sem hann skrifaði greinar birtist hann á forsíðu Morgunblaðsins og vildi segja upp samningi við ríkið sem tryggir borginni árlega milljarð til reksturs Strætó og hafnaði hugmyndum um sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu. Skemmst er frá því að segja að ekkert var fjallað um tafirnar á umferðinni sem þessar breytingar mundu óhjákvæmilega valda.
Fátt um svör
Mótsagnakenndur málflutningur Eyþórs er með miklum ólíkindum og hann hrakinn með afgerandi hætti í vikunni undir merkimiðanum #tómirvagnir. Hér verður spjótunum beint sértaklega að skólamálum, sem oft fá litla athygli, og þeim starfsmönnum sem Eyþór ætlar að reka til að bæta skólastarf. Í grein sinni tilgreindi Eyþór ekki hvar hann sér fyrir sér að losa sig við borgarstarfsmenn né hvernig þeir fjármunir sem myndu mögulega sparast í slíkum aðgerðum ættu að skila sér í bættu skólastarfi.
Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, krafði Eyþór svara vegna þessara skrifa og óskaði eftir því að fá heyra í hverju niðurskurðartillögurnar sem Eyþór boðaði fælust. Svarið var hins vegar svo gott sem jafn innihaldslaust og hin popúlíska grein hans. Eyþór segist vilja bæta skólana og til þess þurfi að „setja skýr markmið og vinna markvisst að árangri“ . Punktur. Hann hefur sem sagt ekki nein svör.
Gera þarf betur í mönnun leik- og grunnskóla. Uppsveiflan og mikill skortur á vinnuafli gerir sveitarfélögunum erfitt fyrir. Vegna stærðar sinnar hefur athyglin ekki síst beinst að Reykjavík þrátt fyrir að staðan hafi ekki verið verst þar í vetur. Ágætlega hefur gengið að ráða í lausar stöður, þó enn séu einhverjir leikskólar ekki fullmannaðir. Það er sannarlega slæmt og er okkur sem komum að stjórn borgarinnar mikið kappsmál að leysa.
Þetta er veruleikinn eins og hann blasir við stjórnmálamönnum á höfuðborgarsvæðinu og víða annarsstaðar á landinu hvort heldur sem fólk stendur til vinstri eða hægri í pólitík. Í Reykjavík höfum við kappkostað að vanda okkur og forgangsraðað fjármunum í skólamál, velferð og innviði.
Fjárveitingar til skóla- og frístundamála hafa þannig aukist um 9 milljarða króna á yfirstandandi kjörtímabili þrátt fyrir að leikskólagjöld hafi einnig lækkað. Að auki stendur nú yfir metnaðarfull vinna verið gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 auk þess sem sérstakir hópar með kennurum, fulltrúum fræðasamfélagsins og fleirum innanborðs hafa rýnt í starfsumhverfi í leik- og grunnskóla. Það hefur sem sagt ansi margt verið gert sem þegar hefur og mun áfram skila sér til baka á næstu misserum.
Minnir á Trump
Að einn helsti ökuþór Valhallar reyni að breiða yfir þessu mikilvægu skref sem hafa verið stigin og segi lausnina felast í því að segja borgarstarfsmönnum upp störfum er grafalvarlegt. Þar er boðuð ódýr töfralausn sem stenst enga skoðun. Lausn sem er til þess fallinn að villa um fyrir almenningi og afvegaleiða umræður á fölskum forsendum í aðdraganda kosninga. Málflutningurinn minnir óþægilega á Donald Trump og helstu forsvarsmenn Brexit.
Það má öllum vera ljóst sem hafa minnsta áhuga skólamálum að uppsagnir nokkurra embættismanna duga skammt þegar litið er á þá staðreynd að 4.300 starfsmenn starfa hjá skóla- og frístundasviði.
Smekkleysið sem felst í því að hóta starfsmönnum borgarinnar uppsögnum verða Sjálfstæðismenn í Reykjavík að eiga við sig sjálfa. Hins vegar heyrir það upp á okkur öll að láta ekki innistæðulausar upphrópanir og hægri popúlisma stela umræðunni. Þá munum við sitja uppi með svikin loforð og verri samfélög.
Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Skoðun

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar