Erlendir ferðamenn vilja íslenskt lambakjöt Svavar Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur.Öflugt samstarf Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Komið hefur verið á samstarfi við um 110 veitingastaði og sérverslanir sem setja lambakjöt í öndvegi. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélagsmiðlum til að kynna þjóðarréttinn fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er undir sérstöku merki Icelandic lamb. Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögðust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki.54% borða lambakjöt Gallup spurði líka hvort ferðamennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Þessi frábæri árangur er framar bjartsýnustu spám og afrakstur ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri. Takk, Íslendingar, fyrir að hjálpa okkur að segja söguna um íslenska lambið.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur.Öflugt samstarf Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Komið hefur verið á samstarfi við um 110 veitingastaði og sérverslanir sem setja lambakjöt í öndvegi. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélagsmiðlum til að kynna þjóðarréttinn fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er undir sérstöku merki Icelandic lamb. Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögðust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki.54% borða lambakjöt Gallup spurði líka hvort ferðamennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Þessi frábæri árangur er framar bjartsýnustu spám og afrakstur ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri. Takk, Íslendingar, fyrir að hjálpa okkur að segja söguna um íslenska lambið.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar