Amazon opnar kassalausa búð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Amazon hefur opnað búð án afgreiðslukassa. vísir/afp Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári. Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári.
Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira