Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2018 15:45 Ragnar Erling fór út sem burðardýr til Brasilíu árið 2009. Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. Ragnar var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu árið 2009, þá 24 ára gamall. Ragnar fór rakleitt í fangelsi og í framhaldinu af því fékk hann inn á meðferðarheimili. Næstu fjögur árin var hann fastur í Brasilíu en það voru erfið veikindi sem komu honum heim til Íslands af mannúðarástæðum. „Svo byrjaði ég að verða rosalega mikið veikur. Ég man ég lá í sófanum með blússandi hita, kastaði öllu upp. Það var eitthvað sem sagði við mig innst inni hvað væri að en ég var í algjörri afneitum,“ sagði Ragnar í þættinum. Ragnar var í mikilli neyslu úti í Brasilíu og hvarf oft á tíðum í eina til tvær viku af meðferðarheimilinu. Prófið jákvætt „Mér var rúllað inn á heilsugæsluna á hjólastól og ég sýni lækninum strax útbrot sem ég var kominn með á fótleggina. Ég sá að hann skrifaði niður á blað HIV-próf. Þá voru teknar nokkrar prufur og allskonar. Svo var ég mættur inn í herbergi með hjúkrunarfræðingi og sá á blaðinu að prófið var jákvætt,“ segir Ragnar sem segist hafa verið mjög veikur á þessum tímapunkti. „Þegar fjölskyldan frétti af því að ég væri svona veikur réðu þau lögfræðistofu til starfa til að fá mig heim, svo ég gæti fengið að deyja heima hjá mér.“ Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions fyrir Stöð 2. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn. Burðardýr Tengdar fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. Ragnar var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu árið 2009, þá 24 ára gamall. Ragnar fór rakleitt í fangelsi og í framhaldinu af því fékk hann inn á meðferðarheimili. Næstu fjögur árin var hann fastur í Brasilíu en það voru erfið veikindi sem komu honum heim til Íslands af mannúðarástæðum. „Svo byrjaði ég að verða rosalega mikið veikur. Ég man ég lá í sófanum með blússandi hita, kastaði öllu upp. Það var eitthvað sem sagði við mig innst inni hvað væri að en ég var í algjörri afneitum,“ sagði Ragnar í þættinum. Ragnar var í mikilli neyslu úti í Brasilíu og hvarf oft á tíðum í eina til tvær viku af meðferðarheimilinu. Prófið jákvætt „Mér var rúllað inn á heilsugæsluna á hjólastól og ég sýni lækninum strax útbrot sem ég var kominn með á fótleggina. Ég sá að hann skrifaði niður á blað HIV-próf. Þá voru teknar nokkrar prufur og allskonar. Svo var ég mættur inn í herbergi með hjúkrunarfræðingi og sá á blaðinu að prófið var jákvætt,“ segir Ragnar sem segist hafa verið mjög veikur á þessum tímapunkti. „Þegar fjölskyldan frétti af því að ég væri svona veikur réðu þau lögfræðistofu til starfa til að fá mig heim, svo ég gæti fengið að deyja heima hjá mér.“ Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions fyrir Stöð 2. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn.
Burðardýr Tengdar fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30