Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden og þingmaðurinn Bernie Sanders myndu öll sigra Donald Trump ef kosið yrði á milli þeirra til forseta samkvæmt nýrri könnun CNN-fréttastöðvarinnar.
Sigur Biden, fyrrverandi varaforseta Barack Obama, á Trump yrði öruggastur ef marka má niðurstöður könunarinnar. Hann hlyti 57% atkvæða gegn 40% Trump. Sanders, sem tapaði í forvali Demókrataflokksins fyrir Hillary Clinton árið 2016, hefði Trump einnig undir með 55% gegn 42%.
Mikið hefur verið rætt um mögulegt forsetaframboð Winfrey eftir að hún hélt innblásna ræðu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í þessum mánuði. Könnun CNN bendir til þess að hún myndi sigra Trump með 51% atkvæða gegn 42% sitjandi forsetans.
Hvorki Biden né Sanders hafa útilokað forsetaframboð árið 2020 þó að þeir séu báðir komnir hátt á áttræðisaldur.

