Erlent

Trump myndi tapa fyrir Opruh, Sanders og Biden

Kjartan Kjartansson skrifar
Oprah hefur ekki gefið neitt upp um hvort að hún væri opin fyrir forsetaframboði árið 2020.
Oprah hefur ekki gefið neitt upp um hvort að hún væri opin fyrir forsetaframboði árið 2020. Vísir/AFP
Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden og þingmaðurinn Bernie Sanders myndu öll sigra Donald Trump ef kosið yrði á milli þeirra til forseta samkvæmt nýrri könnun CNN-fréttastöðvarinnar.

Sigur Biden, fyrrverandi varaforseta Barack Obama, á Trump yrði öruggastur ef marka má niðurstöður könunarinnar. Hann hlyti 57% atkvæða gegn 40% Trump. Sanders, sem tapaði í forvali Demókrataflokksins fyrir Hillary Clinton árið 2016, hefði Trump einnig undir með 55% gegn 42%.

Mikið hefur verið rætt um mögulegt forsetaframboð Winfrey eftir að hún hélt innblásna ræðu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í þessum mánuði. Könnun CNN bendir til þess að hún myndi sigra Trump með 51% atkvæða gegn 42% sitjandi forsetans.

Hvorki Biden né Sanders hafa útilokað forsetaframboð árið 2020 þó að þeir séu báðir komnir hátt á áttræðisaldur.


Tengdar fréttir

Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð

Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar.

Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu

Ræða Opruh Winfrey á Golden Globes hlaut góðar undirtektir. Frægðarmenni skora á hana að fara í forsetaframboð. Winfrey sjálf ýjað að áhuga sem og lýst því yfir að hún ætli ekki í framboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×