Meirihluta starfsmanna United Silicon sagt upp Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. janúar 2018 19:00 Uppsagnir blasa við meirihluta starfsmanna kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Starfsfólki var tilkynnt um þetta á fundi á fjórða tímanum í dag. Andstæðingar stóriðju í Helguvík vilja blása til íbúakosninga um framtíð svæðisins, en forsvarsmenn Arion banka vona að starfsemin geti haldið áfram. United Silicon var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í gær og markaði það endalok þrautagöngu fyrirtækisins. Ljóst er að fjölmargir munu tapa miklum fjármunum á gjaldþrotinu, en þeirra á meðal er Reykjanesbær – en fjárhagsstaða bæjarins er erfið fyrir. „Það var og er gert ráð fyrir tekjum af skipaumferð um Helgavíkurhöfn, meðal annars út af þessari verksmiðju. Við þurfum að fara að endurskoða þær áætlanir núna,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Líklega er óhætt að segja að Helguvík hafi undanfarin ár verið svæði stöðugra vonbrigða. Þar stendur nú grind álvers sem aldrei varð og hinum megin við götuna er umtalaðasta verksmiðja síðustu ára, United Silicon, sem nú er gjaldþrota.Hvílir bölvun á þessu svæði? „Ég ætla nú ekki að segja að það hvíli bölvun á svæðinu, en það er alveg rétt að menn hafa verið með alls konar hugmyndir og lagt af stað í alls konar verkefni sem gengu ekki eftir,“ segir Kjartan. Kjartan vonast til þess að hægt verði að koma verksmiðjunni í starfhæfan búning sem fyrst, þannig að starfsemi geti hafist á ný. Á öndverðum meiði eru hins vegar samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík, en þeir mynda m.a. fjölmennan fésbókarhóp.Ánægjulegt að félagið sé gjaldþrota Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður samtakanna, segir fréttir af gjaldþrotinu ánægjulegar. „Samt er mjög leiðinlegt að störf tapist þarna, en þetta er ekki framtíðarstarfsemi fyrir svæðið,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur rétt að leggja málið í hendur íbúa á svæðinu. „Ég myndi vilja halda binandi íbúakosningu um framhaldið. Þá væri þetta mál bara útkljáð fyrir fullt og allt og þyrfti ekkert að ræða það meir.“ Alltént er ljóst að starfsemi hefst ekki í bráð, enda hefur Umhverfisstofnun sett ströng skilyrði um úrbætur áður en ræsa má verksmiðjuna á ný. Starfsmenn verksmiðjunnar eru á sjötta tug, en nú liggur fyrir að meirihluti þeirra mun fá uppsagnarbréf í hendur á næstu dögum. Níu starfsmenn munu halda vinnunni fyrst um sinn, en skiptastjórinn Geir Gestsson segir störf þeirra miða að því að gæta þess að verksmiðjan skemmist ekki meðan engin starfsemi fer fram. Kristján Gunnarsson, formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir þungt hljóð í starfsmönnum – en málið fari nú í hefðbundið ferli. „Við þurfum að lýsa fyrir þá kröfum á vangoldnum launum eða þeim launum sem kunna að vera í uppsagnarfresti,“ segir Kristján. Arion banki er stærsti hluthafi og lánveitandi United Silicon. Forsvarsmenn bankans vildu ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, hins vegar ljóst að bankinn myndi óska eftir því að ganga að veðum sínum hjá fyrirtækinu. Þá sé stefnt að því að koma verksmiðjunni í sölu- og starfhæft form, en það gæti þó tekið á annað ár. Haraldur segir að 7-8 aðilar hafi sýnt kaupum á eignunum áhuga, en gangi það ekki eftir muni bankinn hugsanlega freista þess að koma verksmiðjunni sjálfur í rekstur. United Silicon Tengdar fréttir Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Uppsagnir blasa við meirihluta starfsmanna kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Starfsfólki var tilkynnt um þetta á fundi á fjórða tímanum í dag. Andstæðingar stóriðju í Helguvík vilja blása til íbúakosninga um framtíð svæðisins, en forsvarsmenn Arion banka vona að starfsemin geti haldið áfram. United Silicon var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í gær og markaði það endalok þrautagöngu fyrirtækisins. Ljóst er að fjölmargir munu tapa miklum fjármunum á gjaldþrotinu, en þeirra á meðal er Reykjanesbær – en fjárhagsstaða bæjarins er erfið fyrir. „Það var og er gert ráð fyrir tekjum af skipaumferð um Helgavíkurhöfn, meðal annars út af þessari verksmiðju. Við þurfum að fara að endurskoða þær áætlanir núna,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Líklega er óhætt að segja að Helguvík hafi undanfarin ár verið svæði stöðugra vonbrigða. Þar stendur nú grind álvers sem aldrei varð og hinum megin við götuna er umtalaðasta verksmiðja síðustu ára, United Silicon, sem nú er gjaldþrota.Hvílir bölvun á þessu svæði? „Ég ætla nú ekki að segja að það hvíli bölvun á svæðinu, en það er alveg rétt að menn hafa verið með alls konar hugmyndir og lagt af stað í alls konar verkefni sem gengu ekki eftir,“ segir Kjartan. Kjartan vonast til þess að hægt verði að koma verksmiðjunni í starfhæfan búning sem fyrst, þannig að starfsemi geti hafist á ný. Á öndverðum meiði eru hins vegar samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík, en þeir mynda m.a. fjölmennan fésbókarhóp.Ánægjulegt að félagið sé gjaldþrota Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður samtakanna, segir fréttir af gjaldþrotinu ánægjulegar. „Samt er mjög leiðinlegt að störf tapist þarna, en þetta er ekki framtíðarstarfsemi fyrir svæðið,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur rétt að leggja málið í hendur íbúa á svæðinu. „Ég myndi vilja halda binandi íbúakosningu um framhaldið. Þá væri þetta mál bara útkljáð fyrir fullt og allt og þyrfti ekkert að ræða það meir.“ Alltént er ljóst að starfsemi hefst ekki í bráð, enda hefur Umhverfisstofnun sett ströng skilyrði um úrbætur áður en ræsa má verksmiðjuna á ný. Starfsmenn verksmiðjunnar eru á sjötta tug, en nú liggur fyrir að meirihluti þeirra mun fá uppsagnarbréf í hendur á næstu dögum. Níu starfsmenn munu halda vinnunni fyrst um sinn, en skiptastjórinn Geir Gestsson segir störf þeirra miða að því að gæta þess að verksmiðjan skemmist ekki meðan engin starfsemi fer fram. Kristján Gunnarsson, formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir þungt hljóð í starfsmönnum – en málið fari nú í hefðbundið ferli. „Við þurfum að lýsa fyrir þá kröfum á vangoldnum launum eða þeim launum sem kunna að vera í uppsagnarfresti,“ segir Kristján. Arion banki er stærsti hluthafi og lánveitandi United Silicon. Forsvarsmenn bankans vildu ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, hins vegar ljóst að bankinn myndi óska eftir því að ganga að veðum sínum hjá fyrirtækinu. Þá sé stefnt að því að koma verksmiðjunni í sölu- og starfhæft form, en það gæti þó tekið á annað ár. Haraldur segir að 7-8 aðilar hafi sýnt kaupum á eignunum áhuga, en gangi það ekki eftir muni bankinn hugsanlega freista þess að koma verksmiðjunni sjálfur í rekstur.
United Silicon Tengdar fréttir Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00