Slayer ætlar að setjast í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 22:33 Tom Araya (t.v.) og Kerry King (t.h.), einu upphaflegu meðlimir Slayer sem eru enn í sveitinni, hafa marga fjöruna sopið. Vísir/AFP Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira