Slayer ætlar að setjast í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 22:33 Tom Araya (t.v.) og Kerry King (t.h.), einu upphaflegu meðlimir Slayer sem eru enn í sveitinni, hafa marga fjöruna sopið. Vísir/AFP Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira