Minni loftmengun gæti þýtt meiri hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 09:30 Sumar rykagnir í loftmengun af völdum manna endurvarpar sólarljósi og kælir þannig yfirborð jarðar. Þannig hefur loftmengun falið hlýnun sem hefði orðið vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/GVA Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07