Ólafía Þórunn byrjar aftur á Paradísareyju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Ólafía Þórunn byrjar LPGA-tímabilið á Paradísareyju. mynd/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi. Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi.
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira