Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent