Fótbolti

Skoraði þrennu en var samt í mínus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Hermoso.
Mario Hermoso. Vísir/EPA
Mario Hermoso, varnarmaður Espanyol, átti mjög skrýtinn dag í gær en lék þá með félögum sínum á móti Leganes í spænsku deildinni.

Hermoso skoraði þrennu í leiknum en liðið hann tapaði leiknum samt 3-2. Ástæðan var að aðeins eitt marka hans skoraði hann í rétt mark.

Leikmenn Leganes skoruðu þannig aðeins eitt af fimm mörkum liðsins en fengu samt öll þrjú stigin.





Þessi 22 ára leikmaður hafði ekki heppnina með sér þegar hann skoraði sjálfsmark á 11. mínútu og svo annað á 82. mínútu. Hann kom mótherjunum í bæði 1-0 og 3-1.

Hermoso minnkaði muninn í 3-2 sex mínútum eftir seinna sjálfsmarkið og skoraði þá loksins í rétt mark.

Hermoso varð fyrsti leikmaðurinn í sögu spænsku deildarinnar sem skoraði tvö sjálfsmark og eitt mark í einum og sama leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×