Eggert fékk flensu svo Jón Gnarr verður Sigurjón Digri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 14:25 Upprunalega stóð til að Eggert Þorleifsson, sem fór með hlutverk Dúdda í kvikmyndinni Með allt á hreinu, færi með hlutverkið en breyting hefur orðið þar á. Vísir Þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr mun fara með hlutverk Sigurjóns Digra í Stuðmannasöngleiknum Slá í gegn sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í lok febrúar. Upprunalega stóð til að Eggert Þorleifsson, sem fór með hlutverk Dúdda í kvikmyndinni Með allt á hreinu, færi með hlutverkið en breyting hefur orðið þar á. Aðalástæðan fyrir mannabreytingunum mun vera sú að Eggert fékk svæsna flensu. „Ég var bara búinn að vera lasinn svo lengi að það það var ekki hægt að bíða lengur eftir mér,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að sýningum á Föðurnum, sem Eggert fer með aðalhlutverk í, hafi verið fjölgað og því hafi Eggert ekki náð að jafna sig á flensunni áður en æfingar á Slá í gegn hófust. „Það er svo mikið álag á honum. Hann er búinn að vera lasinn og hann á að leika fjórar sýningar í þessari viku. Hann treystir sér ekki alveg í að æfa og leika líka fjórar sýningar á viku,“ segir Ari í samtali við Vísi.Gleðilegt að Jón bætist í hópinn í Þjóðleikhúsinu Ari segir starf leikarans oft á tíðum ómanneskjulegt. Menn þurfi oft að koma fram fárveikir og oft skarast æfingatímabil inn í sýningartíma. „Annars vegar erum við að píska út öldruðum manni í aðalhlutverki á tveimur stöðum og svo fær hann ekki að vera lasinn í friði.“ Ari segir þó að missir sé af Eggerti hafi fundist einkar góður maður í hans stað. „Við tókum ákvörðun um að skipta út leikara og leituðum að feitasta bitanum til að leika Sigurjón digra og það var Jón Gnarr sem við fundum. Það er ótrúlega skemmtilegt og spennandi vegna þess að Jón Gnarr er frábær gamanleikari og frábær félagi. Það er gleðilegt að hann skuli vera að bætast hér í stóran hóp listafólks í þjóðleikhúsinu.“ Ari segir að þó að verkið sé byggt á tónlist Stuðmanna og að til hafi staðið að Eggert færi með lykilhlutverk sé ekki um að ræða uppsetningu á kvikmyndinni Með allt á hreinu. „Þetta er algjörlega nýr íslenskur söngleikur sem Gói hefur samið. Við erum ekki að fara að sjá Með allt á hreinu heldur erum við að fara að sjá ótrúlega stóran og litríkan sirkus söngleik.“ Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr mun fara með hlutverk Sigurjóns Digra í Stuðmannasöngleiknum Slá í gegn sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í lok febrúar. Upprunalega stóð til að Eggert Þorleifsson, sem fór með hlutverk Dúdda í kvikmyndinni Með allt á hreinu, færi með hlutverkið en breyting hefur orðið þar á. Aðalástæðan fyrir mannabreytingunum mun vera sú að Eggert fékk svæsna flensu. „Ég var bara búinn að vera lasinn svo lengi að það það var ekki hægt að bíða lengur eftir mér,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að sýningum á Föðurnum, sem Eggert fer með aðalhlutverk í, hafi verið fjölgað og því hafi Eggert ekki náð að jafna sig á flensunni áður en æfingar á Slá í gegn hófust. „Það er svo mikið álag á honum. Hann er búinn að vera lasinn og hann á að leika fjórar sýningar í þessari viku. Hann treystir sér ekki alveg í að æfa og leika líka fjórar sýningar á viku,“ segir Ari í samtali við Vísi.Gleðilegt að Jón bætist í hópinn í Þjóðleikhúsinu Ari segir starf leikarans oft á tíðum ómanneskjulegt. Menn þurfi oft að koma fram fárveikir og oft skarast æfingatímabil inn í sýningartíma. „Annars vegar erum við að píska út öldruðum manni í aðalhlutverki á tveimur stöðum og svo fær hann ekki að vera lasinn í friði.“ Ari segir þó að missir sé af Eggerti hafi fundist einkar góður maður í hans stað. „Við tókum ákvörðun um að skipta út leikara og leituðum að feitasta bitanum til að leika Sigurjón digra og það var Jón Gnarr sem við fundum. Það er ótrúlega skemmtilegt og spennandi vegna þess að Jón Gnarr er frábær gamanleikari og frábær félagi. Það er gleðilegt að hann skuli vera að bætast hér í stóran hóp listafólks í þjóðleikhúsinu.“ Ari segir að þó að verkið sé byggt á tónlist Stuðmanna og að til hafi staðið að Eggert færi með lykilhlutverk sé ekki um að ræða uppsetningu á kvikmyndinni Með allt á hreinu. „Þetta er algjörlega nýr íslenskur söngleikur sem Gói hefur samið. Við erum ekki að fara að sjá Með allt á hreinu heldur erum við að fara að sjá ótrúlega stóran og litríkan sirkus söngleik.“
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira