Vísirgreindi frá því í desemberað til stæði að tökur myndu hefjast hér á landi í febrúar og búist er við því að þær standi yfir í nokkra daga. Vakin var athygli á komu Clarke og Harrington til Íslands á samfélagsmiðlum. Voru það ferðamenn sem tóku fyrst eftir þeim,og ekki í fyrsta skipti.
Just talked to Kit Harington in Iceland ... not impressed #brokemyheart
— Kylie Murakami (@KylieMurakami) January 28, 2018
Hafa þær farið fram á Snæfellsjökli, við Höfðabrekkuheiði, Mývatn, Grjótagjá, Reynisfjöru, við Jökulsárlón og Stakkholtsgjá, svo dæmi séu tekin.
Þá hafa nokkrir Íslendingar farið með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal sló Hafþór Júlíus Björnsson í gegn sem Fjallið í fjórtán þáttum, Jóhannes Haukur Jóhannesson kom fyrir í tveimur þáttum í sjöttu seríu, meðlimir Of Monsters and Men léku aukahlutverk í sjöttu seríu og meðlimir Sigur Rósar gerðu slíkt hið sama í fjórðu seríu.
Áttunda serían mun innihalda sex þætti sem frumsýndir verða á næsta ári.