Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Baldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Rebekka Júlía Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni. vísir/stefán „Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira