Baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er nýr formaður stjórnar Pírata í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:30 Rúnar Björn var einn af þeim fyrstu sem hlaut notendastýrða persónulega þjónustu. Hann var í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. Rúnar Björn Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira