Söngkona The Cranberries látin Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 17:47 Dolores O'Riordan féll skyndilega frá í London fyrr í dag. Vísir/Getty Dolores O‘Riordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar The Cranberries er látin 46 ára að aldri.Talskona hennar tilkynnti fjölmiðlum ytra að O´Riordan hefði fallið skyndilega frá í London í dag. Hljómsveitin The Cranberries var saman komin í London til að sinna stuttu upptökuferli í hljóðveri en dánarorsök söngkonunnar liggur ekki fyrir. „Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu. Fjölskylda hennar er harmi slegin og hefur beðið um frið á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu talskonunnar.Seldu 40 milljónir platna O´Riordan gekk til liðs við The Cranberries árið 1989 eftir að hafa séð auglýsingu í staðarblaði að hljómsveitina vantaði söngkonu. Bræðurnir Noel Hogan og Mike Hogan höfðu stofnað sveitina sem endaði á að selja rúmlega fjörutíu milljónir platna á heimsvísu með O´Riordan fremsta í flokki.Dolores lætur eftir sig þrjú börn.Vísir/GettyLætur eftir sig þrjú börn O´Riordan lætur eftir sig þrjú börn sem hún átti með Don Burton, fyrrverandi stjórnanda tónleikaferða hljómsveitarinnar Duran Duran. Fyrsta barn þeirra Taylor Baxter fæddist 23. nóvember árið 1997, annað barnið Molley Leigh fæddist 27. janúar árið 2001 og það þriðja Dakota Rain 10. apríl árið 2005. O´Riordan og Burton skildu eftir tuttugu ára samband árið 2014. Bakmeiðsli settu strik í reikninginn Árið 2017 tilkynnti hljómsveitin að hún ætlaði í tónleikaferð um Evrópu, Bretland og Bandaríkin. Í maí sama ár var hins vegar tilkynnt að hljómsveitinni þyrfti að aflýsa tónleikum á Evrópuleggnum vegna heilsubrest O´Riordan. Á vef hljómsveitarinnar kom fram að hún ætti við bakmeiðsl að stríða sem aftraði henni frá því að koma fram á tónleikum. Rétt fyrir jól voru færðar þær fregnir af henni að hún væri orðin skárri og gæti farið að koma fram á tónleikum á ný.O´Riordan gekk til liðs við The Cranberries árið 1989 eftir að hafa séð auglýsingu í staðarblaði að hljómsveitina vantaði söngkonu.Vísir/GettySöngkonan glímdi við geðhvarfaröskun og slapp við fangelsisrefsingu eftir að haf sýnt ógnandi hegðun í farþegaflugi árið 2014. Frægðarsól The Cranberries skein hvað skærast á tíunda áratug síðustu aldar þar sem sveitin raðaði mörgum smellum á topp vinsældarlista en frægustu lög hennar má heyra hér fyrir neðan:Zombie Zombie kom út árið 1994 og er án efa eitt af þekktari lögum sveitarinnar. Lagið var samið árið 1993 til minningar um tvo drengi, þá Jonathan Ball og Tim Parry sem fórust í sprengingu IRA í Warrington árið 1993.Ode to My Family Ode to My Family var gefið út sama ár og Zombie en í því syngur Dolores um hvað hún þráði aftur einfaldleika æskunnar eftir að hafa slegið í gegn. Linger Linger kom út árið 1993 og fjallar um fyrsta koss Dolores.Dreams Lagið Dreams kom út árið 1992 og náði töluverðum vinsældum. Margir hafa lýst yfir mikilli sorg vegna þessara tíðinda. Þar á meðal breska sveitin Duran Duran:We are crushed to hear the news about the passing of Dolores O'Riordan. Our thoughts go out to her family at this terrible time. https://t.co/6p20QD2Ii5 pic.twitter.com/vXscj0VGHS— Duran Duran (@duranduran) January 15, 2018 Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden lýsir því þegar hann hitti Dolores fimmtán ára gamall.I once met Delores O'Riordan when I was 15. She was kind and lovely, I got her autograph on my train ticket and it made my day. She had the most amazing voice and presence. So sorry to hear that she's passed away today x— James Corden (@JKCorden) January 15, 2018 Írski tónlistarmaðurinn Hozier segir rödd O´Riordans hafa verið ógleymanlega:My first time hearing Dolores O'Riordan's voice was unforgettable. It threw into question what a voice could sound like in that context of Rock. I'd never heard somebody use their instrument in that way. Shocked and saddened to hear of her passing, thoughts are with her family.— Hozier (@Hozier) January 15, 2018 Gullbarkinn Josh Groban er einn þeirra sem er harmi sleginn:Nooooo!! Have always adored her songs and voice https://t.co/asBAt1RJl1— josh groban (@joshgroban) January 15, 2018 Líkt og margar stjörnur hafa minnst á þá er rödd O´Riordan ógleymanleg og má heyra það hvað best á þessari upptöku frá árinu 2012: Andlát Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Dolores O‘Riordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar The Cranberries er látin 46 ára að aldri.Talskona hennar tilkynnti fjölmiðlum ytra að O´Riordan hefði fallið skyndilega frá í London í dag. Hljómsveitin The Cranberries var saman komin í London til að sinna stuttu upptökuferli í hljóðveri en dánarorsök söngkonunnar liggur ekki fyrir. „Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu. Fjölskylda hennar er harmi slegin og hefur beðið um frið á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu talskonunnar.Seldu 40 milljónir platna O´Riordan gekk til liðs við The Cranberries árið 1989 eftir að hafa séð auglýsingu í staðarblaði að hljómsveitina vantaði söngkonu. Bræðurnir Noel Hogan og Mike Hogan höfðu stofnað sveitina sem endaði á að selja rúmlega fjörutíu milljónir platna á heimsvísu með O´Riordan fremsta í flokki.Dolores lætur eftir sig þrjú börn.Vísir/GettyLætur eftir sig þrjú börn O´Riordan lætur eftir sig þrjú börn sem hún átti með Don Burton, fyrrverandi stjórnanda tónleikaferða hljómsveitarinnar Duran Duran. Fyrsta barn þeirra Taylor Baxter fæddist 23. nóvember árið 1997, annað barnið Molley Leigh fæddist 27. janúar árið 2001 og það þriðja Dakota Rain 10. apríl árið 2005. O´Riordan og Burton skildu eftir tuttugu ára samband árið 2014. Bakmeiðsli settu strik í reikninginn Árið 2017 tilkynnti hljómsveitin að hún ætlaði í tónleikaferð um Evrópu, Bretland og Bandaríkin. Í maí sama ár var hins vegar tilkynnt að hljómsveitinni þyrfti að aflýsa tónleikum á Evrópuleggnum vegna heilsubrest O´Riordan. Á vef hljómsveitarinnar kom fram að hún ætti við bakmeiðsl að stríða sem aftraði henni frá því að koma fram á tónleikum. Rétt fyrir jól voru færðar þær fregnir af henni að hún væri orðin skárri og gæti farið að koma fram á tónleikum á ný.O´Riordan gekk til liðs við The Cranberries árið 1989 eftir að hafa séð auglýsingu í staðarblaði að hljómsveitina vantaði söngkonu.Vísir/GettySöngkonan glímdi við geðhvarfaröskun og slapp við fangelsisrefsingu eftir að haf sýnt ógnandi hegðun í farþegaflugi árið 2014. Frægðarsól The Cranberries skein hvað skærast á tíunda áratug síðustu aldar þar sem sveitin raðaði mörgum smellum á topp vinsældarlista en frægustu lög hennar má heyra hér fyrir neðan:Zombie Zombie kom út árið 1994 og er án efa eitt af þekktari lögum sveitarinnar. Lagið var samið árið 1993 til minningar um tvo drengi, þá Jonathan Ball og Tim Parry sem fórust í sprengingu IRA í Warrington árið 1993.Ode to My Family Ode to My Family var gefið út sama ár og Zombie en í því syngur Dolores um hvað hún þráði aftur einfaldleika æskunnar eftir að hafa slegið í gegn. Linger Linger kom út árið 1993 og fjallar um fyrsta koss Dolores.Dreams Lagið Dreams kom út árið 1992 og náði töluverðum vinsældum. Margir hafa lýst yfir mikilli sorg vegna þessara tíðinda. Þar á meðal breska sveitin Duran Duran:We are crushed to hear the news about the passing of Dolores O'Riordan. Our thoughts go out to her family at this terrible time. https://t.co/6p20QD2Ii5 pic.twitter.com/vXscj0VGHS— Duran Duran (@duranduran) January 15, 2018 Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden lýsir því þegar hann hitti Dolores fimmtán ára gamall.I once met Delores O'Riordan when I was 15. She was kind and lovely, I got her autograph on my train ticket and it made my day. She had the most amazing voice and presence. So sorry to hear that she's passed away today x— James Corden (@JKCorden) January 15, 2018 Írski tónlistarmaðurinn Hozier segir rödd O´Riordans hafa verið ógleymanlega:My first time hearing Dolores O'Riordan's voice was unforgettable. It threw into question what a voice could sound like in that context of Rock. I'd never heard somebody use their instrument in that way. Shocked and saddened to hear of her passing, thoughts are with her family.— Hozier (@Hozier) January 15, 2018 Gullbarkinn Josh Groban er einn þeirra sem er harmi sleginn:Nooooo!! Have always adored her songs and voice https://t.co/asBAt1RJl1— josh groban (@joshgroban) January 15, 2018 Líkt og margar stjörnur hafa minnst á þá er rödd O´Riordan ógleymanleg og má heyra það hvað best á þessari upptöku frá árinu 2012:
Andlát Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira