Leynd yfir greiðslu sex milljóna miskabóta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar. Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar.
Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira