Loftslagsbreytingar ógna heiminum sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 15:32 "Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari.“ Vísir/Getty Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári. Loftslagsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári.
Loftslagsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira