Titillinn fenginn úr fyrirbærafræði í heimspeki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2018 09:45 Brynja með brot úr seríunni Endurtekin tilraun til að nálgast rabarbara á bak við sig. Vísir/Hanna Sýningin Líkamleiki sem opnuð verður í Gerðarsafni annað kvöld er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist, að sögn Brynju Sveinsdóttur sýningarstjóra. Hún tekur á móti blaðamanni og gerir sitt besta til að útskýra það sem fyrir augu ber, enda er það hún sem hefur valið verkin og þau eru eftir nítján listamenn. „Þetta er stærsta sýningin sem ég hef sett upp og verið sýningarstjóri að svo hún er á ákveðinn hátt frumraun,“ segir Brynja brosandi og upplýsir að hún sé verkefnastjóri safneignar og miðlunar í Gerðarsafni en bakgrunnur hennar sé sýningarstjórn. Það fag hafi hún lært í Stokkhólmi og útskrifast 2014. Við byrjum á að ganga til vinstri inn í stóra salinn og líta yfir hann. Til hægri á veggnum verða fyrst fyrir ljósmyndaverk eftir Roni Horn og gegnt þeim í salnum sést Sigurður Guðmundsson listamaður á vídeói strjúka með hægum hreyfingum ýmist yfir blómkálshöfuð, sem er á borði fyrir framan hann, eða sitt eigið. Í myndröð á stafninum virðist kjöt í ýmsu formi hafa runnið saman við íslenskt grjót. Sú er eftir Claire Paugam. Brynja segir titil sýningarinnar, Líkamleiki, fenginn að láni úr fyrirbærafræði, sem er grein innan heimspeki, þar er gerð tilraun til að endurheimta einlæg tengsl mannsins við heiminn. Aðspurð kveðst hún eiga mikið grúsk að baki við að velja verkin sem fallið geti að þemanu og óhætt er að segja að fjölbreytnin sé þar í fyrirrúmi. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands enda er unnið út frá ljósmyndinni sem listmiðli. Samt eru þar líka vídeóverk, skúlptúrar og gjörningar og möguleikar ljósmyndarinnar þandir til að gefa hlutum nýja merkingu og fagurfræðilegt gildi. Vídeóverkin má vissulega líta á sem lifandi ljósmyndir, bendir Brynja á. Hinum megin brúarinnar komum við að þremur myndum eftir Báru Kristinsdóttur. „Hún myndaði nánasta umhverfi bróður síns, stuttu eftir andlát hans, 2006,“ upplýsir Brynja. Þar er meðal annars mynd af stólaröð sem manneskjurnar vantar í, svo þar er snúið upp á þemað.Í öðrum enda salarins er röð litríkra verka sem Elín Hansdóttir vann upp úr vídeói og sýnir slæðudansara sem virðist leysast upp í hreyfiorku, manneskjan er horfin inn í hreyfinguna. Haraldur Jónsson á aðra seríu þar nærri sem nefnist Litrof, þar líta ljósmyndir út eins og þrívíðar lágmyndir. Á vídeói er óbrennd leirbrúða í nuddi, þar er sannarlega unnið með áþreifanleikann. „Þessi hefur pantað heilnudd,“ segir Brynja sposk, „og svo sannarlega fær hún það því smám saman nuddast af líkamanum enda er leirinn mjúkur.“ Einnig stöldrum við við myndaseríu Unu Margrétar Árnadóttur sem nefnist Endurtekin tilraun til að nálgast rabarbara og sýnir manneskju á hlaupum í gróðursælli brekku. Hún hefur stillt myndavélina á tíma og ætlar að komast í rabarbarabreiðu sem er innan seilingar en vélin smellir alltaf af áður en rabarbaranum er náð. Út við dyr standa tveir pokar vörð á einni myndinni sem tekin er í London. Þeir hafa viss líkamleg form og verða eins og manneskjur á götuhorni. En við Hanna ljósmyndari tefjum Brynju ekki frekar heldur yfirgefum safnið og fetum okkur í bílinn. Sýningin verður opnuð annað kvöld, föstudag, klukkan 20. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Líkamleiki sem opnuð verður í Gerðarsafni annað kvöld er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist, að sögn Brynju Sveinsdóttur sýningarstjóra. Hún tekur á móti blaðamanni og gerir sitt besta til að útskýra það sem fyrir augu ber, enda er það hún sem hefur valið verkin og þau eru eftir nítján listamenn. „Þetta er stærsta sýningin sem ég hef sett upp og verið sýningarstjóri að svo hún er á ákveðinn hátt frumraun,“ segir Brynja brosandi og upplýsir að hún sé verkefnastjóri safneignar og miðlunar í Gerðarsafni en bakgrunnur hennar sé sýningarstjórn. Það fag hafi hún lært í Stokkhólmi og útskrifast 2014. Við byrjum á að ganga til vinstri inn í stóra salinn og líta yfir hann. Til hægri á veggnum verða fyrst fyrir ljósmyndaverk eftir Roni Horn og gegnt þeim í salnum sést Sigurður Guðmundsson listamaður á vídeói strjúka með hægum hreyfingum ýmist yfir blómkálshöfuð, sem er á borði fyrir framan hann, eða sitt eigið. Í myndröð á stafninum virðist kjöt í ýmsu formi hafa runnið saman við íslenskt grjót. Sú er eftir Claire Paugam. Brynja segir titil sýningarinnar, Líkamleiki, fenginn að láni úr fyrirbærafræði, sem er grein innan heimspeki, þar er gerð tilraun til að endurheimta einlæg tengsl mannsins við heiminn. Aðspurð kveðst hún eiga mikið grúsk að baki við að velja verkin sem fallið geti að þemanu og óhætt er að segja að fjölbreytnin sé þar í fyrirrúmi. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands enda er unnið út frá ljósmyndinni sem listmiðli. Samt eru þar líka vídeóverk, skúlptúrar og gjörningar og möguleikar ljósmyndarinnar þandir til að gefa hlutum nýja merkingu og fagurfræðilegt gildi. Vídeóverkin má vissulega líta á sem lifandi ljósmyndir, bendir Brynja á. Hinum megin brúarinnar komum við að þremur myndum eftir Báru Kristinsdóttur. „Hún myndaði nánasta umhverfi bróður síns, stuttu eftir andlát hans, 2006,“ upplýsir Brynja. Þar er meðal annars mynd af stólaröð sem manneskjurnar vantar í, svo þar er snúið upp á þemað.Í öðrum enda salarins er röð litríkra verka sem Elín Hansdóttir vann upp úr vídeói og sýnir slæðudansara sem virðist leysast upp í hreyfiorku, manneskjan er horfin inn í hreyfinguna. Haraldur Jónsson á aðra seríu þar nærri sem nefnist Litrof, þar líta ljósmyndir út eins og þrívíðar lágmyndir. Á vídeói er óbrennd leirbrúða í nuddi, þar er sannarlega unnið með áþreifanleikann. „Þessi hefur pantað heilnudd,“ segir Brynja sposk, „og svo sannarlega fær hún það því smám saman nuddast af líkamanum enda er leirinn mjúkur.“ Einnig stöldrum við við myndaseríu Unu Margrétar Árnadóttur sem nefnist Endurtekin tilraun til að nálgast rabarbara og sýnir manneskju á hlaupum í gróðursælli brekku. Hún hefur stillt myndavélina á tíma og ætlar að komast í rabarbarabreiðu sem er innan seilingar en vélin smellir alltaf af áður en rabarbaranum er náð. Út við dyr standa tveir pokar vörð á einni myndinni sem tekin er í London. Þeir hafa viss líkamleg form og verða eins og manneskjur á götuhorni. En við Hanna ljósmyndari tefjum Brynju ekki frekar heldur yfirgefum safnið og fetum okkur í bílinn. Sýningin verður opnuð annað kvöld, föstudag, klukkan 20.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira