2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 08:49 Kort NOAA sem sýnir frávik frá meðaltalshita 20. aldar á jörðinni árið 2017. NOAA Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07