Underworld á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2018 11:00 Sveitin stígur á sviðið 17.mars. Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum. Sónar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum.
Sónar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira