Þungavigtarmeistarinn Anthony Joshua, segist ekki virða fyrrverandi þungavigtarmeistarann Tyson Fury en hann sé samt sem áður til í að berjast við hann.
Tyson Fury varð þungavigtarmeistari árið 2015 þegar hann sigraði Wladimir Klitschko en það var hans síðasti bardagi áður en hann var dæmdur í bann fyrir að nota stera.
Tyson Fury hefur oft á tíðum gert lítið úr þessum titli og íþróttinni í heild sinni og kann Anthony Joshua ekki að meta það.
„Sá árangur sem við náum þegar við verðum þungavigtarmeistarar er magnaður. Þess vegna , þegar einhver í sömu íþrótt og ég, dregur úr þeim árangri og sýnir vanvirðingu þá get ég ekki virt þá manneskju og þess vegna virði ég ekki Tyson Fury,“ sagði Joshua.
Hann segist hinsvegar vera tilbúinn að mæta honum í hringnum.
„Honum er velkomið að mæta mér í hringnum. En ég mæli með því að hann taki nokkra bardaga fyrir það, finni fyrir ástríðunni á nýjan leik. Ef hann gerir það það ættum við að skoða þetta árið 2018.“
Joshua: Ég virði ekki Fury

Tengdar fréttir

Anthony Joshua: David Haye ekki næstur á dagsskrá
Anthony Joshua segir að David Haye þurfi að bíða eftir því tækifæri að fá að mæta sér í hringnum enda sé hann ekki næstur á dagsskrá.

Joshua sigraði Klitschko frammi fyrir 90.000 áhorfendum
Anthony Joshua sigraði Wladimir Klitschko í bardaga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt frammi fyrir 90.000 áhorfendum á Wembley í gær.