Sigurður Ragnar í viðtali hjá FIFA: Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2018 22:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf mikið að treysta á túlka í sínu nýja starfi. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira