Útlit fyrir endurkomu Mitts Romney í stjórnmálin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana. vísir/afp Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira