Formúla 1 á Nürburgring 2019? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 15:18 Frá ræsingu í Formúlu 1 keppni á Nürburgring brautinni árið 2011. Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent
Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent