Vegahótel sakað um að leka persónuupplýsingum um 9000 gesti til yfirvalda Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:45 Talið er að mótelkeðjan hafi lekið upplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti. Vísir/ap Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin. Mexíkó Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin.
Mexíkó Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira