Vegahótel sakað um að leka persónuupplýsingum um 9000 gesti til yfirvalda Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:45 Talið er að mótelkeðjan hafi lekið upplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti. Vísir/ap Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin. Mexíkó Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin.
Mexíkó Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira