Samkvæmt heimildum mbl.is mun Hermann Hreiðarsson aðstoða David James, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Portsmouth og ÍBV, við þjálfun indverska knattspyrnuliðsins Kerala Blasters.
Lið Kerala Blasters, sem spilar heimaleiki sína á glæsilegum 55 þúsund manna krikketvelli, er sem stendur í 8. sæti Indversku ofurdeildarinnar, með átta stig eftir átta leiki.
Deildin var sett á laggirnar fyrir á tæpum fjórum árum. Í henni leika tíu lið, sem eru flest hver með þekkta erlenda leikmenn í sínum röðum.
Leikmenn á borð við Diego Forlan, Roberto Carlos, Allesandro Del Piero og Robert Pires hafa leikið í indversku ofurdeildinni.
Þá samdi Eiður Smári Guðjohnsen við indverska liðið Pune City árið 2016 en spilaði þó aldrei leik fyrir liðið vegna meiðsla.
