Erfitt að manna þyrlur Landhelgisgæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:30 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira