Volkswagen yfir 6 milljón bíla markið Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 15:30 Volkswagen Golf er táknmynd þýska framleiðandans, líkt og Bjallan var fyrr. Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent
Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent