„Swatting“: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of Duty Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2017 09:30 Aðstoðarlögreglustjórinn Troy Livingston ræðir við fjölmiðla eftir að Andrew Finch var skotinn til bana. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“ Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“
Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira