BBC hefur eftir heimildum að hún hafi látist á heimili sínu í Los Angeles í lok síðasta mánaðar eftir langvinn veikindi.
North var önnur leikkonan til að tala fyrir Daphne og þreytti frumraun sína í hlutverkinu árið 1970 og hélt því áfram í fjölda verkefna allt til ársins 2003.
North var einnig þekkt fyrir hlutverk sitt í myndinni The Barefoot Executive, þar sem hún lék kærustu persónu Kurt Russell. Þá lék hún einnig í þáttunum Days of Our Lives.
Hún giftist framleiðandanum Wes Kenney árið 1971, en hann lést árið 2015.
Heather North, voice of Daphne on 'Scooby-Doo,' dies at 71 https://t.co/VF3FB3ceEi pic.twitter.com/7Z7QqTlov7
— Hollywood Reporter (@THR) December 19, 2017