Mercedes Benz selur í Agusta Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 16:07 Agusta AMG hjól og Mercedes Benz AMG bíll í bakgrunni. Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent
Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent