Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 18:43 Trump hjólaði í ríki sem taka við fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum en ætla að greiða atkvæði gegn þeim í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Vísir/AFP Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29