Landnotkun manna hefur helmingað kolefnisbindingu gróðurs Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 21:00 Kenningar hafa verið um að menn hafi verið byrjaðir að breyta loftslagi jarðar þegar fyrir þúsundum ára með landnotkun sinni sem leysti kolefni út í lofthjúpinn. Rannsóknin nú bendir til þess að menn hafi vissulega haft verulega áhrif þegar fyrir iðnbyltingu. Vísir/AFP Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira