Stofnaði Miðflokkinn og gaf Sigmundi Davíð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Sigmundur Davíð fékk nafn og kennitölu Miðflokksins frá Tryggva í haust. vísir/Ernir „Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
„Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira