Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 12:30 Lögregla og mótmælendur í Perú. Vísir/EPA Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus. Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus.
Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31