Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2017 20:00 Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar. Skíðasvæði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar.
Skíðasvæði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira