Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira