Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2017 11:30 Strákarnir á Pablo Discobar komnir í múnderinguna. Gunnsteinn stendur lengst til vinstri. Vísir/Stefán Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“ Tíska og hönnun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“
Tíska og hönnun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira