Hélt uppá jólin í fimm hundruð þúsund króna yfirhöfn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2017 21:30 Elton í slánni frægu. Vísir / Skjáskot af Twitter Tónlistarmaðurinn Elton John fór í sitt fínasta púss um jólin eins og flestir. Á öðrum degi jóla ákvað hann að skella sér í forláta tígra slá frá Gucci, en vorlína tískumerkisins er innblásin af téðum tónlistarmanni. Sláin góða er langt frá því að vera ókeypis og kostar rúmlega 4600 dollara, eða tæplega fimm hundruð þúsund krónur. Elton fagnaði jólunum í Aspen í Colorado með eiginmanni sínum David Furnish og sonum sínum tveimur, Zachary, sjö ára, og Elijah, fjögurra ára. Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Eltons á árinu sem er að líða. Söngleikurinn The Lion King fagnaði tuttugu ára afmæli á árinu, en Elton samdi alla tónlist í verkinu. Síðan gaf hann út safnplötu með öllum af sínum bestu lögum sem sló í gegn. Hann þurfti hins vegar einnig að kljást við skyndilegan móðurmissi, en móðir hans, Sheila Farebrother, lést stuttu eftir að þau sættust en þau höfðu verið ósátt í nærri áratug. Ástæða ósættisins var sögð vera vegna símtals á milli þeirra Sheilu og Eltons í júní árið 2008 þar sem tónlistarmaðurinn krafðist þess að móðir sín myndi slíta vinskap við vini sína Bob Halley og John Reid. Bob og John höfðu þá verið reknir úr starfsliði Eltons en móðir hans þverneitaði að hætta að tala við þá. Þá verður einnig nóg að gera hjá Elton árið 2018 en þann 30. janúar verða teknir upp sérstakir tónleikar honum til heiðurs, Elton John: I’m Still Standing - A Grammy Salute. Elton mun sjálfur troða upp á tónleikunum ásamt tónlistarmönnum á borð við Miley Cyrus, Sam Smith, John Legend og Chris Martin. Tíska og hönnun Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Elton John fór í sitt fínasta púss um jólin eins og flestir. Á öðrum degi jóla ákvað hann að skella sér í forláta tígra slá frá Gucci, en vorlína tískumerkisins er innblásin af téðum tónlistarmanni. Sláin góða er langt frá því að vera ókeypis og kostar rúmlega 4600 dollara, eða tæplega fimm hundruð þúsund krónur. Elton fagnaði jólunum í Aspen í Colorado með eiginmanni sínum David Furnish og sonum sínum tveimur, Zachary, sjö ára, og Elijah, fjögurra ára. Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Eltons á árinu sem er að líða. Söngleikurinn The Lion King fagnaði tuttugu ára afmæli á árinu, en Elton samdi alla tónlist í verkinu. Síðan gaf hann út safnplötu með öllum af sínum bestu lögum sem sló í gegn. Hann þurfti hins vegar einnig að kljást við skyndilegan móðurmissi, en móðir hans, Sheila Farebrother, lést stuttu eftir að þau sættust en þau höfðu verið ósátt í nærri áratug. Ástæða ósættisins var sögð vera vegna símtals á milli þeirra Sheilu og Eltons í júní árið 2008 þar sem tónlistarmaðurinn krafðist þess að móðir sín myndi slíta vinskap við vini sína Bob Halley og John Reid. Bob og John höfðu þá verið reknir úr starfsliði Eltons en móðir hans þverneitaði að hætta að tala við þá. Þá verður einnig nóg að gera hjá Elton árið 2018 en þann 30. janúar verða teknir upp sérstakir tónleikar honum til heiðurs, Elton John: I’m Still Standing - A Grammy Salute. Elton mun sjálfur troða upp á tónleikunum ásamt tónlistarmönnum á borð við Miley Cyrus, Sam Smith, John Legend og Chris Martin.
Tíska og hönnun Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira