„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 08:39 Fjölmargir unnu að björguninni í gær. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11