Audi TT RS gegn BMW M2 Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 13:18 Audi TT RS og BMW M2 tilbúnir til átaka. Þeir hjá AutoTopNL fannst viðeigandi að bera saman hina litlu en öflugu bíla Audi TT RS og BMW M2 og sýna áhorfendum hvor þeirra hefur vinninginn þegar hægri löppin nemur við gólfið allan tímann. Fylgst er eingöngu með hraðamælum þeirra beggja hér í upphafi myndskeiðsins. Það kemur ekki svo á óvart að hinn fjórhjóladrifni og 400 hestafla Audi TT RS skuli hafa betur en afturhjóladrifinn og 365 hestafla BMW M2. Þó verður að hafa í huga að BMW M2 bíllinn er ódýrari bíll. Munurinn á hraða eykst sífellt eftir því sem á sprettinn líður og á endanum munar um 30 km hraða. Þessir tveir smávöxnu bílar fara þó báðir létt með að ná yfir 260 km á hraðbrautunum, eins og sjá má síðar í myndskeiðinu. Geta má þess að Audi TT RS kostar 12,8 milljónir hjá Heklu og BMW M2 kostar 11,6 milljónir hjá BL. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent
Þeir hjá AutoTopNL fannst viðeigandi að bera saman hina litlu en öflugu bíla Audi TT RS og BMW M2 og sýna áhorfendum hvor þeirra hefur vinninginn þegar hægri löppin nemur við gólfið allan tímann. Fylgst er eingöngu með hraðamælum þeirra beggja hér í upphafi myndskeiðsins. Það kemur ekki svo á óvart að hinn fjórhjóladrifni og 400 hestafla Audi TT RS skuli hafa betur en afturhjóladrifinn og 365 hestafla BMW M2. Þó verður að hafa í huga að BMW M2 bíllinn er ódýrari bíll. Munurinn á hraða eykst sífellt eftir því sem á sprettinn líður og á endanum munar um 30 km hraða. Þessir tveir smávöxnu bílar fara þó báðir létt með að ná yfir 260 km á hraðbrautunum, eins og sjá má síðar í myndskeiðinu. Geta má þess að Audi TT RS kostar 12,8 milljónir hjá Heklu og BMW M2 kostar 11,6 milljónir hjá BL.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent