Þörf á gífurlegri uppbyggingu en enginn vill borga Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 13:32 Sjálfboðaliðar vinna við hreinsun í Mosul. Vísir/AFP Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta. Mið-Austurlönd Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Fátt nýtt í fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta.
Mið-Austurlönd Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Fátt nýtt í fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira