Blaðamönnum haldið með morðingjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. desember 2017 06:00 "Blaðamennska er ekki glæpur,“ var slagorð mótmælenda. vísir/afp Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters sem hugðust fjalla um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar, deila aðstöðu í fangelsi með morðingjum og eiturlyfjabarónum en þeir voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn, grunaðir um vörslu leynilegra upplýsinga um aðgerðir hersins í Rakhine. Frá þessu greindu fjölskyldur blaðamannanna á blaðamannafundi í gær. Á fundinum greindi Pan Ei Mon, eiginkona Lone, frá því að blaðamönnunum hefði verið boðið til fundar á veitingastað þennan sama dag við tvo lögreglumenn sem þeir höfðu ekki hitt áður. Lögreglumennirnir hafi rétt þeim skjöl, blaðamennirnir síðan greitt reikninginn og farið út. „Samstundis gripu þá sjö eða átta lögreglumenn sem settu þá í járn og handtóku,“ sagði Mon. Lögð hafi sem sagt verið gildra fyrir blaðamennina. Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. Yfirvöld hafa hins vegar lítið viljað tjá sig um málið. Í gær kom fram í yfirlýsingu að tveir lögreglumenn hefðu verið handteknir sama dag og blaðamennirnir. Reuters hefur þó ekki fengið svör við því hvað hafi orðið um lögreglumennina eða hvort þeir séu yfirhöfuð sömu lögreglumenn og áttu fundinn með Lone og Oo. „Við gripum til aðgerða vegna þess að þeir frömdu glæp. Það þarf að leysa þetta mál fyrir dómstólum,“ sagði Myint Htwe yfirlögregluþjónn um Lone og Oo á miðvikudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters sem hugðust fjalla um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar, deila aðstöðu í fangelsi með morðingjum og eiturlyfjabarónum en þeir voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn, grunaðir um vörslu leynilegra upplýsinga um aðgerðir hersins í Rakhine. Frá þessu greindu fjölskyldur blaðamannanna á blaðamannafundi í gær. Á fundinum greindi Pan Ei Mon, eiginkona Lone, frá því að blaðamönnunum hefði verið boðið til fundar á veitingastað þennan sama dag við tvo lögreglumenn sem þeir höfðu ekki hitt áður. Lögreglumennirnir hafi rétt þeim skjöl, blaðamennirnir síðan greitt reikninginn og farið út. „Samstundis gripu þá sjö eða átta lögreglumenn sem settu þá í járn og handtóku,“ sagði Mon. Lögð hafi sem sagt verið gildra fyrir blaðamennina. Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. Yfirvöld hafa hins vegar lítið viljað tjá sig um málið. Í gær kom fram í yfirlýsingu að tveir lögreglumenn hefðu verið handteknir sama dag og blaðamennirnir. Reuters hefur þó ekki fengið svör við því hvað hafi orðið um lögreglumennina eða hvort þeir séu yfirhöfuð sömu lögreglumenn og áttu fundinn með Lone og Oo. „Við gripum til aðgerða vegna þess að þeir frömdu glæp. Það þarf að leysa þetta mál fyrir dómstólum,“ sagði Myint Htwe yfirlögregluþjónn um Lone og Oo á miðvikudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira