Smyglaraskip í höndum Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 13:35 Olíuflutningaskipið Lighthouse Winmore. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira