Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 19:19 Josh Homme skar sig viljandi á tónleikunum í gærkvöldi. Vísir/Getty „Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira